Á fætur ráðherra 10. nóvember 2004 00:01 Fiskveiðistjórnun - Gunnar Örn Örlygsson alþingismaður Nokkrir stjórnarliðar telja að loks sé almenn sátt orðin raunin í íslenskum sjávarútvegi. Því miður er sú fullyrðing stjórnarliða röng. Erjur milli smábátaútgerðar og LÍÚ eru sem aldrei fyrr. Það er ljóst að andrúmsloft þessara fylkinga í íslenskum sjávarútvegi kastar mikilli rýrð á greinina og gerir hana um leið óaðlaðandi í augum ungra Íslendinga. Í annan stað má nefna ný lög um auðlindagjald en þau eru afar umdeild. Í þriðja lagi má nefna afraksturinn af stjórn fiskveiða á síðustu árum, en hann er að flestra mati mjög bágur. Eðlilegar og góðar breytingar á verklagi og framkvæmd íslenskra fyrirtækja má rekja til aukinnar tækni í matvælaiðnaði og aukinnar færni við markaðssetningu. Ekki til íslenska kvótakerfisins. Því miður hefur okkur ekki tekist að byggja upp fiskistofnana ef marka má tölur og ráðgjöf frá Hafrannsóknastofnuninni. Sumar byggðir hafa orðið alvarlega undir í þessu kerfi og nýliðun í íslenskan sjávarútveg er varla merkjandi. Ásókn í menntun tengda íslenskum sjávarútvegi staðfestir þennan alvarlega vanda. Alþingiskosningar, áberandi áherslumunur milli stjórnmálaflokka og yfirleitt takmarkað vit stjórnmálamanna á fiskveiðum, matvælaiðnaði og dreifingu sjávarafurða er fyrirtækjum í íslenskum sjávarútvegi mikill þyrnir í augum. Hvort sem um er að ræða stór fyrirtæki eða smærri getur það ekki talist eðlilegt rekstrarumhverfi að starfa við annað eins óöryggi. Því verður að komast á almenn sátt í greininni, sáttin er greininni lífsnauðsyn. Fyrir þann sem hér hripar niður orðin gæti sátt í íslenskum sjávarútvegi orðið raunin. Til að svo verði þurfa hagsmunaaðilar og stjórnmálaöfl að mætast á miðri leið. Til að mæta kröfum stórútgerðarinnar er brýnt að aflamarkskerfi smábátaflotans fari inn í almenna kerfið. Þ.e. að hér ríki eitt aflamarkskerfi í stað tveggja. Slík breyting myndi koma á friði milli smábátasjómannsins og stórútgerðarmannsins. Í annan stað, og aftur með þarfir stórútgerðarinnar í huga, þarf að heimila erlendum fagfjárfestum að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem búa yfir skráningu í Kauphöllinni, þó einungis að hámarki. Í þriðja lagi verður 25% aflaregla Hafró að víkja og um leið heimila handfæraveiðar yfir ákveðinn árstíma, þá helst nokkra mánuði yfir sumartímann. Slíkum veiðum fylgdu einfaldar kvaðir og má þar helst nefna skyldu til löndunar afla á fiskmarkaði. Þá einnig að 20% aflagjald rynni í ríkissjóð og tryggt væri að hver bátur myndi róa með að hámarki 3 handfærarúllur. Sá afli sem kæmi til aukningar frá handfæraveiðunum myndi ekki koma til frádráttar á aflamarki þeirra sem starfa í kvótakerfinu í dag. Þennan rétt hefðu allir Íslendingar, jafnt stærri sem smærri fyrirtæki sem og einstaklingar með tilhlýðileg réttindi til að stjórna bátum eða skipum. Stýringin yrði að sjálfsögðu með þeim tímaramma sem gæfist til veiðanna. Sérstök leyfi mætti aldrei binda á sérstaka báta, því þá um leið yrði opnað á brask með handfæraréttinn. Vöruskiptajöfnuður er og verður alvarlega neikvæður á þessu ári. Jafnframt bankar verðbólgan á dyrnar. Okkur vantar auknar tekjur. Breytingin gæti fært okkur 15-25 milljarða í auknar útflutningstekjur á ári, hugsanlega meira. Með slíkri breytingu yrði opnað fyrir alvöru á nýliðun í fiskveiðar og jafnframt myndi aukið magn á fiskmarkaði tryggja frekari nýliðun í fiskvinnslunni. Þessi breyting myndi hafa ótrúlega jákvæð áhrif á sjávarbyggðir landsins. Andrúmsloftið myndi braggast til muna og um leið yrði frumburðarréttur allra Íslendinga aftur virtur. Breytingin myndi jafnframt stórauka umsvif þjónustufyrirtækja við sjávarútveginn og hafa umtalsverð áhrif á atvinnuleysisdrauginn. Íslenskur skipaiðnaður fengi aukin tækifæri. Í fjórða lagi mætti tryggja að lög um auðlindargjald yrðu ekki raunin. Aflagjaldið sem renna myndi til ríkissjóðs af handfærabátunum myndu margfalda þá upphæð. Að síðustu mætti tryggja að skötuselurinn yrði ekki kvótasettur í aflamarkskerfinu. Undirritaður skrifar greinina út frá eigin hyggjuviti og reynslu af sjávarútvegi. Hér er ekki tiplað á stefnu nokkurs stjórnmálaafls. Það er okkur öllum nauðsyn að finna leið til sátta. Opnum kerfið lítillega og veiðum meiri fisk. Festum kerfið í sessi, veitum fyrirtækjunum aukið öryggi og eflum rekstarumhverfi þeirra í stað þess að skattleggja þau með óskynsömum hætti eins og með auðlindagjaldinu. Gefum fimmtugum sjómanninum sem er búinn að þræla á stóru togurunum möguleika á að veiða á handfæri án þess að setja hús fjölskyldu sinnar undir eða borga fjársýslumönnum himinháa kvótaleigu fyrir. Hann vill miklu frekar borga ykkur, fólkinu í landinu, 20% aflagjald og um leið mæta þörfum samfélagsins með sinni vinnu. Gerum greinina mannvæna. Þrjóska og eiginhagsmunahyggja verða að víkja um stundarsakir. Forsvarsmenn íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, stærri sem smærri, verða að teygja sig fram til sátta og síðast en ekki síst stjórnmálamenn og verkalýðsfélög. Tóninn fyrir alvöru sátt í íslenskum sjávarútvegi getur enginn annar gefið en sjávarútvegsráðherra og kollegar hans í ríkisstjórn Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fiskveiðistjórnun - Gunnar Örn Örlygsson alþingismaður Nokkrir stjórnarliðar telja að loks sé almenn sátt orðin raunin í íslenskum sjávarútvegi. Því miður er sú fullyrðing stjórnarliða röng. Erjur milli smábátaútgerðar og LÍÚ eru sem aldrei fyrr. Það er ljóst að andrúmsloft þessara fylkinga í íslenskum sjávarútvegi kastar mikilli rýrð á greinina og gerir hana um leið óaðlaðandi í augum ungra Íslendinga. Í annan stað má nefna ný lög um auðlindagjald en þau eru afar umdeild. Í þriðja lagi má nefna afraksturinn af stjórn fiskveiða á síðustu árum, en hann er að flestra mati mjög bágur. Eðlilegar og góðar breytingar á verklagi og framkvæmd íslenskra fyrirtækja má rekja til aukinnar tækni í matvælaiðnaði og aukinnar færni við markaðssetningu. Ekki til íslenska kvótakerfisins. Því miður hefur okkur ekki tekist að byggja upp fiskistofnana ef marka má tölur og ráðgjöf frá Hafrannsóknastofnuninni. Sumar byggðir hafa orðið alvarlega undir í þessu kerfi og nýliðun í íslenskan sjávarútveg er varla merkjandi. Ásókn í menntun tengda íslenskum sjávarútvegi staðfestir þennan alvarlega vanda. Alþingiskosningar, áberandi áherslumunur milli stjórnmálaflokka og yfirleitt takmarkað vit stjórnmálamanna á fiskveiðum, matvælaiðnaði og dreifingu sjávarafurða er fyrirtækjum í íslenskum sjávarútvegi mikill þyrnir í augum. Hvort sem um er að ræða stór fyrirtæki eða smærri getur það ekki talist eðlilegt rekstrarumhverfi að starfa við annað eins óöryggi. Því verður að komast á almenn sátt í greininni, sáttin er greininni lífsnauðsyn. Fyrir þann sem hér hripar niður orðin gæti sátt í íslenskum sjávarútvegi orðið raunin. Til að svo verði þurfa hagsmunaaðilar og stjórnmálaöfl að mætast á miðri leið. Til að mæta kröfum stórútgerðarinnar er brýnt að aflamarkskerfi smábátaflotans fari inn í almenna kerfið. Þ.e. að hér ríki eitt aflamarkskerfi í stað tveggja. Slík breyting myndi koma á friði milli smábátasjómannsins og stórútgerðarmannsins. Í annan stað, og aftur með þarfir stórútgerðarinnar í huga, þarf að heimila erlendum fagfjárfestum að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem búa yfir skráningu í Kauphöllinni, þó einungis að hámarki. Í þriðja lagi verður 25% aflaregla Hafró að víkja og um leið heimila handfæraveiðar yfir ákveðinn árstíma, þá helst nokkra mánuði yfir sumartímann. Slíkum veiðum fylgdu einfaldar kvaðir og má þar helst nefna skyldu til löndunar afla á fiskmarkaði. Þá einnig að 20% aflagjald rynni í ríkissjóð og tryggt væri að hver bátur myndi róa með að hámarki 3 handfærarúllur. Sá afli sem kæmi til aukningar frá handfæraveiðunum myndi ekki koma til frádráttar á aflamarki þeirra sem starfa í kvótakerfinu í dag. Þennan rétt hefðu allir Íslendingar, jafnt stærri sem smærri fyrirtæki sem og einstaklingar með tilhlýðileg réttindi til að stjórna bátum eða skipum. Stýringin yrði að sjálfsögðu með þeim tímaramma sem gæfist til veiðanna. Sérstök leyfi mætti aldrei binda á sérstaka báta, því þá um leið yrði opnað á brask með handfæraréttinn. Vöruskiptajöfnuður er og verður alvarlega neikvæður á þessu ári. Jafnframt bankar verðbólgan á dyrnar. Okkur vantar auknar tekjur. Breytingin gæti fært okkur 15-25 milljarða í auknar útflutningstekjur á ári, hugsanlega meira. Með slíkri breytingu yrði opnað fyrir alvöru á nýliðun í fiskveiðar og jafnframt myndi aukið magn á fiskmarkaði tryggja frekari nýliðun í fiskvinnslunni. Þessi breyting myndi hafa ótrúlega jákvæð áhrif á sjávarbyggðir landsins. Andrúmsloftið myndi braggast til muna og um leið yrði frumburðarréttur allra Íslendinga aftur virtur. Breytingin myndi jafnframt stórauka umsvif þjónustufyrirtækja við sjávarútveginn og hafa umtalsverð áhrif á atvinnuleysisdrauginn. Íslenskur skipaiðnaður fengi aukin tækifæri. Í fjórða lagi mætti tryggja að lög um auðlindargjald yrðu ekki raunin. Aflagjaldið sem renna myndi til ríkissjóðs af handfærabátunum myndu margfalda þá upphæð. Að síðustu mætti tryggja að skötuselurinn yrði ekki kvótasettur í aflamarkskerfinu. Undirritaður skrifar greinina út frá eigin hyggjuviti og reynslu af sjávarútvegi. Hér er ekki tiplað á stefnu nokkurs stjórnmálaafls. Það er okkur öllum nauðsyn að finna leið til sátta. Opnum kerfið lítillega og veiðum meiri fisk. Festum kerfið í sessi, veitum fyrirtækjunum aukið öryggi og eflum rekstarumhverfi þeirra í stað þess að skattleggja þau með óskynsömum hætti eins og með auðlindagjaldinu. Gefum fimmtugum sjómanninum sem er búinn að þræla á stóru togurunum möguleika á að veiða á handfæri án þess að setja hús fjölskyldu sinnar undir eða borga fjársýslumönnum himinháa kvótaleigu fyrir. Hann vill miklu frekar borga ykkur, fólkinu í landinu, 20% aflagjald og um leið mæta þörfum samfélagsins með sinni vinnu. Gerum greinina mannvæna. Þrjóska og eiginhagsmunahyggja verða að víkja um stundarsakir. Forsvarsmenn íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, stærri sem smærri, verða að teygja sig fram til sátta og síðast en ekki síst stjórnmálamenn og verkalýðsfélög. Tóninn fyrir alvöru sátt í íslenskum sjávarútvegi getur enginn annar gefið en sjávarútvegsráðherra og kollegar hans í ríkisstjórn Íslands.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar