Skoðun

Verkefninu er ekki lokið

Bandaríkjaher á Íslandi - Einar Ólafsson bókavörður Í Fréttablaðinu 8. október er vikið að sögugöngu Samtaka herstöðvaandstæðinga um "mótmælaslóðir" á laugardaginn og sagt að það hafi verið vel við hæfi því sjálf séu samtökin fyrir löngu orðin sögulegt fyrirbæri sem fáir aðrir en miðaldra og eldri borgarar landsins hafi heyrt um. En þessi samtök eru reyndar í fullu fjöri þótt það sé auðvitað markmið þeirra að gera sig óþörf. Ungt fólk hefur að undanförnu verið að ganga í samtökin, ungt fólk sem veit að þessi samtök eru í forystu fyrir friðarbaráttu hér á landi, skipuleggja mótmælaaðgerðir gegn stríðinu í Írak, halda uppi baráttu gegn kjarnorkuvopnum, andæfa uppbyggingu íslensks hers í dulbúningi friðargæsluliðs, taka þátt í alþjóðlegu samstarfi friðarhreyfinga og eru með í að byggja upp alþjóðlegt samstarf herstöðvaandstæðinga. Það er útlit fyrir að starfsemi herstöðvarinnar hér dragist saman en ekki að hún verði lögð niður né heldur að Ísland gangi úr NATO. Því miður er baráttunni ekki lokið og margt ungt fólk veit það.



Skoðun

Sjá meira


×