Blekkingar Tryggingastofnunar 10. nóvember 2004 00:01 Tannlæknakostnaður - Heimir Sindrason tannlæknir Í Fréttablaðinu þriðjudaginn 26. október síðastliðinn er haft eftir Reyni Jónssyni tryggingayfirtannlækni að einn tannlæknir verðleggi þjónustu sína 100% yfir plaggi sem kallast gjaldskrá heilbrigðisráðherra - að mismunur á þessari gjaldskrá ráðherra og verðskrá tannlækna sé hækkun af hálfu tannlækna og að um álagningu sé að ræða. Í textanum lætur Reynir einnig að því liggja að það sé verðlagningu tannlækna að kenna að fólk fari ekki oftar til tannlæknis. Fréttin gefur almenningi tilefni til að halda að tannlæknar svíni á skjólstæðingum sínum, rukki mun meira fyrir þjónustu sína en tilefni er til. Verið er að blekkja fólk og bæði ósanngjarnt og óforskammað af Reyni Jónssyni að setja hlutina fram með þessum hætti. Samkvæmt Reyni eru tannlæknar 15-20% yfir nefndri gjaldskrá að meðaltali. Sé það rétt hefur verð fyrir tannlæknaþjónustu á Íslandi lækkað umtalsvert að raungildi undanfarin ár. Fyrirsögn blaðsins, "Dýrasti tannlæknirinn tekur 100% yfir taxta", gefur fólki hins vegar ranghugmyndir sem ala á tortryggni í garð starfsstéttar sem rækir störf sín af samviskusemi og hefur bætta tannheilsu almennings að leiðarljósi. Þegar Tryggingastofnun ríkisins (TR) endurgreiðir tannlæknakostnað miðar stofnunin við svokallaða ráðherragjaldskrá sem heilbrigðisráðherra gefur út en ekki kostnað samkvæmt reikningi viðkomandi tannlæknis. Þetta þýðir t.d. að foreldrar barna fá ekki 75% af raunverulegum tannlæknakostnaði endurgreiddan, heldur 75% af upphæð sem er lægri, þ.e. svokallaðri ráðherragjaldskrá og er nær 50% eins og kemur fram í þingsályktunarfrumvarpi Þuríðar Bachman sem liggur frammi á Alþingi þessa dagana. Af hverju miða tannlæknar ekki verðlagningu sína við þessa ráðherragjaldskrá? Í fyrsta lagi er verðlagning tannlækna frjáls sem þýðir að tannlæknum er frjálst að verðleggja þjónustu sína í samræmi við eigin forsendur og mega ekki hafa samráð. Hag- og rekstrarnefnd Tannlæknafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef tannlæknar miðuðu verðskrá sína við vinnuplagg TR mundi verða afar lítið afgangs til að greiða tannlæknum laun. Í öðru lagi er umrædd gjaldskrá markleysa. Samkvæmt áliti lögmanns Tannlæknafélagsins, Ragnars Hall hæstaréttarlögmanns, er gjaldskrá skrá yfir verð sem útgefandi slíkrar skrár tekur fyrir tilgreint verk. Hann segir svokallaða gjaldskrá, sem TR notar, ekki vera slíkt plagg þar sem TR selur ekki umrædda þjónustu og gefur engum kost á þjónustunni fyrir það verð sem þar er tilgreint. Þess vegna sé verið að afvegaleiða almenning þegar talað er um gjaldskrá TR sem einhverja viðmiðun um verð fyrir verk sem þar er fjallað um. Ragnar segir gjaldskrá TR yfir tannlæknaverk ekki vera annað en vinnuplagg sem inniheldur leiðbeiningar um hve háa fjárhæð stofnunin greiðir sjúkratryggðum sem rétt eiga á greiðsluþátttöku stofnunarinnar vegna tannlæknakostnaðar. Vinnuplagg TR er ekki í neinu sambandi við raunverulegan kostnað við tannlækningar og hækkanir sem ráðuneytið hefur verið að gefa í skyn breyta engu um eðli þess. TR getur því ekki leyft sér að hrópa að tannlæknir sé 100% yfir taxta. Vinnuplagg TR er marklaust í þessu samhengi. Ég vísa því ásökunum Reynis Jónssonar beint heim til föðurhúsanna, og ég leyfi mér að fullyrða að svona áróðri er ekki haldið úti gegn neinni annarri heilbrigðisstétt . Það er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Tannlæknakostnaður - Heimir Sindrason tannlæknir Í Fréttablaðinu þriðjudaginn 26. október síðastliðinn er haft eftir Reyni Jónssyni tryggingayfirtannlækni að einn tannlæknir verðleggi þjónustu sína 100% yfir plaggi sem kallast gjaldskrá heilbrigðisráðherra - að mismunur á þessari gjaldskrá ráðherra og verðskrá tannlækna sé hækkun af hálfu tannlækna og að um álagningu sé að ræða. Í textanum lætur Reynir einnig að því liggja að það sé verðlagningu tannlækna að kenna að fólk fari ekki oftar til tannlæknis. Fréttin gefur almenningi tilefni til að halda að tannlæknar svíni á skjólstæðingum sínum, rukki mun meira fyrir þjónustu sína en tilefni er til. Verið er að blekkja fólk og bæði ósanngjarnt og óforskammað af Reyni Jónssyni að setja hlutina fram með þessum hætti. Samkvæmt Reyni eru tannlæknar 15-20% yfir nefndri gjaldskrá að meðaltali. Sé það rétt hefur verð fyrir tannlæknaþjónustu á Íslandi lækkað umtalsvert að raungildi undanfarin ár. Fyrirsögn blaðsins, "Dýrasti tannlæknirinn tekur 100% yfir taxta", gefur fólki hins vegar ranghugmyndir sem ala á tortryggni í garð starfsstéttar sem rækir störf sín af samviskusemi og hefur bætta tannheilsu almennings að leiðarljósi. Þegar Tryggingastofnun ríkisins (TR) endurgreiðir tannlæknakostnað miðar stofnunin við svokallaða ráðherragjaldskrá sem heilbrigðisráðherra gefur út en ekki kostnað samkvæmt reikningi viðkomandi tannlæknis. Þetta þýðir t.d. að foreldrar barna fá ekki 75% af raunverulegum tannlæknakostnaði endurgreiddan, heldur 75% af upphæð sem er lægri, þ.e. svokallaðri ráðherragjaldskrá og er nær 50% eins og kemur fram í þingsályktunarfrumvarpi Þuríðar Bachman sem liggur frammi á Alþingi þessa dagana. Af hverju miða tannlæknar ekki verðlagningu sína við þessa ráðherragjaldskrá? Í fyrsta lagi er verðlagning tannlækna frjáls sem þýðir að tannlæknum er frjálst að verðleggja þjónustu sína í samræmi við eigin forsendur og mega ekki hafa samráð. Hag- og rekstrarnefnd Tannlæknafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef tannlæknar miðuðu verðskrá sína við vinnuplagg TR mundi verða afar lítið afgangs til að greiða tannlæknum laun. Í öðru lagi er umrædd gjaldskrá markleysa. Samkvæmt áliti lögmanns Tannlæknafélagsins, Ragnars Hall hæstaréttarlögmanns, er gjaldskrá skrá yfir verð sem útgefandi slíkrar skrár tekur fyrir tilgreint verk. Hann segir svokallaða gjaldskrá, sem TR notar, ekki vera slíkt plagg þar sem TR selur ekki umrædda þjónustu og gefur engum kost á þjónustunni fyrir það verð sem þar er tilgreint. Þess vegna sé verið að afvegaleiða almenning þegar talað er um gjaldskrá TR sem einhverja viðmiðun um verð fyrir verk sem þar er fjallað um. Ragnar segir gjaldskrá TR yfir tannlæknaverk ekki vera annað en vinnuplagg sem inniheldur leiðbeiningar um hve háa fjárhæð stofnunin greiðir sjúkratryggðum sem rétt eiga á greiðsluþátttöku stofnunarinnar vegna tannlæknakostnaðar. Vinnuplagg TR er ekki í neinu sambandi við raunverulegan kostnað við tannlækningar og hækkanir sem ráðuneytið hefur verið að gefa í skyn breyta engu um eðli þess. TR getur því ekki leyft sér að hrópa að tannlæknir sé 100% yfir taxta. Vinnuplagg TR er marklaust í þessu samhengi. Ég vísa því ásökunum Reynis Jónssonar beint heim til föðurhúsanna, og ég leyfi mér að fullyrða að svona áróðri er ekki haldið úti gegn neinni annarri heilbrigðisstétt . Það er mál að linni.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun