Sport

Watford valtaði yfir Southampton

Watford komst í kvöld í 8 liða úrslit ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu með stórsigri á úrvalsdeildarliði Southampton, 5-2. Heiðar Helguson skoraði eitt af mörkum Watford en bæði hann og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn með Watford. Varalið Arsenal sigraði Everton 3-1 Arturo Lupoli skoraði tvö mörk og Quincy Owusu-Abeyie eitt. Tottenham fór létt með Burnley 3-0 þar sem Robbie Keane skoraði tvívegis og Jermeine Defoe eitt en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn. Úrvalsdeildarlið Portsmouth tryggði sér einnig farseðilinn í 8 liða úrslitin með 2-0 útisigri á Cardiff og skoraði Aiyegbeni Yakubu bæði mörkin. Á morgun miðvikudag lýkur 16 liða úrslitunum með 4 leikjum. 19.45  Newcastle  v  Chelsea  / Beint á Sýn 19.45  Nottm Forest  v  Fulham   20.00  Liverpool  v  Middlesbrough 20.00  Man Utd  v  Crystal Palace



Fleiri fréttir

Sjá meira


×