Skoðun

Þakkir fyrir móttökurnar.

Vefsíðan Meðvitund - Hrafnkell Daníelsson Okkur sem stöndum að samtökunum Meðvitund langar að þakka þær móttökur sem vefsíða okkar, http://www.medvitund.is hefur fengið. Heimsóknir á síðuna hafa farið nokkuð fram úr vonum frá því að hún var opnuð á föstudaginn var. Við erum búnir að fá fjölda stuðningsyfirlýsinga og hvatninga með framtakið. Ég vil einnig nota tækifærið og þakka Albert Jenssen fyrir pistilinn sem hann skrifar hér að neðan, því þar er ekkert skafið utan af hlutunum. Svo í lokin langar mig að minna á að komin er út bókin Sigur í hörðum heimi eftir Guðmund Cesar, en hann barðist fyrir því að frelsa dóttur sína úr undirheimunum og eiturlyfjafíkninni og galt fyrir það dýrum dómum. Guðmundur verður gestur í þætti Sirrýar á Skjá einum næsta miðvikudagskvöld, og hvetjum við alla sem lesa þetta að horfa á þann þátt.



Skoðun

Skoðun

Stöðvum hel­víti á jörðu

Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Sjá meira


×