Sport

McCall farinn frá ÍR

Lið ÍR er í Intersport-deildinni í körfuknattleik karla, hefur tekið þá ákvörðun að Herbert McCall verði leystur frá störfum. McCall hefur reyndar óskað eftir því sjálfur vegna mikillar heimþrá. McCall hafði staðið sig ágætlega með ÍR en ekki fundið sig andlega hér á Íslandi og því fór sem fór. Eggert Maríuson, þjálfari ÍR-inga, sagði leikmannaskipti mjög hvimleitt vandamál fyrir liðið. "Þetta eru bara aumingjar með hor og slef," sagði Eggert, meira í gríni en alvöru. "Þetta er bæði erfitt körfuboltalega séð og ekki síst fjárhagslega. Maður vill ekki skipta um leikmanna nema í ítrustu nauðsyn en hann var gjörsamlega úti á túni undir það síðasta, gat bara leikið fimm mínútur í leik gegn Keflavík í bikarnum og var eins og smábarn á vellinum." Eggert greindi frá því að ÍR hefði haft hraðar hendur og fundið leikmann í stað McCall. "Sá heitir Theo Dixon og hefur leikið á Englandi uppá síðkastið. Hann lofar góðu miðað við fyrri frammistöðu en oft vilja svona mál vera mikið happdrætti," sagði Eggert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×