Sport

Steinþór í Val

U-21 árs landsliðsmaðurinn Steinþór Gíslason er genginn aftur til liðs við Val eftir tveggja ára veru í Víking. Steinþór, sem átti frábært tímabil með Víkingum í Landsbankadeildinni síðasta sumar, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær og sagði að skrifað yrði undir samning á morgun. Steinþór sagði að ekki væri enn ljóst hvort samningurinn yrði til tveggja eða þriggja ára en hann sagðist ánægður með að vera kominn aftur til Vals, félagsins sem hann er uppalinn hjá. "Ég áleit það mikilvægt fyrir mig að spila áfram í efstu deild. Ég stefni að því að halda sæti mínu í U-21 árs landsliðinu og að bæta mig sem knattspyrnumaður. Það hefð i verið erfitt í 1. deildinni. Síðan er ég auðvitað Valsari og draumurinn var alltaf að spila með liðinu í efstu deild."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×