Sport

Guðjón fær sinn tíma

Grindvíkingar ætla að gefa Guðjóni Þórðarsyni allan þann tíma sem hann þarf til þess að svara, af eða á, hvort hann taki að sér þjálfun liðsins í Landsbankadeildinni. Þetta sagði Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, við íþróttadeildina í morgun. Jónas segir að bakhjarlar Grindavíkur séu farnir að ókyrrast allverulega en hann vilji bíða eftir Guðjóni. Að sögn Jónasar eru Grindvíkingar þrátt fyrir það enn að skoða aðra möguleika í stöðunni og staðfesti hann að nafn Sigurðar Jónssonar sé uppi á borði, þótt þeir hafi enn ekki rætt við hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×