Borgar sig að fjárfesta í börnum? 5. nóvember 2004 00:01 Borgar sig að fjárfesta í börnum? - Hulda Bjarnadóttir ljósmóðir Nú þegar kennaraverkfall hefur staðið yfir í 6 vikur hefur lítið þokast í samkomulagsátt. Komin er fram miðlunartillaga. Ég get ekki lengur orðað bundist. Að mínu mati eru kennarar sú stétt, sem einna minnst er metin í okkar samfélagi. Þeir fá litla samúð í sinni kjarabaráttu. Það sýnir sig best í þessu verkfalli. Eða kannski má orða þetta á annan hátt, metum við börnin okkar ekki meir? Er það vegna þess að það er ekki peningalegur gróði af þeim? Þau færa okkur ekki arð í hlutabréfaviðskiftum. Er græðgi búin að blinda þessa þjóð svo mikið að við erum búin að missa sýn á það sem ætti að skipta okkur mestu, börnin okkar? Kennarastarfið hefur breyst mikið síðustu 20 ár. Þó kennslan sé enn jafn stór þáttur hefur stöðugt meira uppeldi færst á þeirra herðar. Okkur þykir gott að kennarar agi börnin og kenni þeim góða siði. Við foreldrar verðum stöðugt uppteknari af öðru en börnum okkar. Væri þá ekki rétt að styðja baráttu kennara fyrir bættum kjörum? Mikilvægi barna okkar ætti að koma fram í launum kennara. Ríkisstjórnin klifar stöðugt á því að hún ætli ekki að blanda sér í þessa deilu kennara og sveitarfélaga og þverskallast endalaust við. Ég tel að hún verði að koma að þessari deilu, ekki með lagasetningu heldur með auknu fjármagni til sveitarfélaga. Ef börnin væru metin á hlutabréfamarkaði og skólarnir bankastofnanir, verðbréfahallir eða stórfyrirtæki og kennarar starfsmenn þessara fyrirtækja væru laun þeirra miklu hærri. Eftir kvöldfréttir í ríkissjónvarpinu er vísitöluupptalning svo sem úrvalsvísitala, Nasdaq, Dow Jones og fl. Væri ekki betra að hafa eitthvað siðbætandi efni svona rétt fyrir svefninn, í stað þess að ýta sífellt undir gróða- og græðgishyggjuna? Það myndi skila sér í innihaldsríkara lífi. Verðmætamat fólks fellst að miklu leiti í hlutum og fjármagni og þessu endalausa kapphlaupi um að eiga allan fjandann. Stöðugt er auglýsingaáróður notaður til að ýta undir slíkar hvatir. Í öðru orðinu gera kennarar mest lítið að mati sumra, búnir að vinna kl. 14 á daginn. Kennslustundir eru aðeins 40 mín, þegar 6o mín eru í klukkutímunum hjá öðrum vinnandi stéttum. Menn telja upp jóla- og páskafrí og tala um 3ja mánaða sumarfrí. Það er mikill lúxus að vera kennari að mati fólks sem er uppfullt af svona ranghugmyndum. Í hugum þessa fólks eru skólar fyrst og fremst dagvistunarstofnanir. Foreldrar voru í vandræðum með að koma börnunum í pössun en minna fer fyrir áhyggjum af því að börnin missi úr námi, nema ef vera skyldi hjá foreldrum 10. bekkinga, vegna samræmdu prófanna í vor. Það var því mikill áfellisdómur fyrir foreldra, þegar fram kom í fréttum, eftir fyrstu viku verkfalls að börn væru úti langt fram yfir lögleyfðan útivistartíma. Menn óttuðust jafnvel að fíkniefnaneysla ungmenna ykist á meðan verkfallið stæði yfir. Þarna skýtur nú heldur betur skökku við. Getur verið að vandinn sem skapast hefur undanfarnar vikur sé vegna forgangsröðunnar fullorðinna en ekki einungis vegna kennarastéttarinnar einnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Borgar sig að fjárfesta í börnum? - Hulda Bjarnadóttir ljósmóðir Nú þegar kennaraverkfall hefur staðið yfir í 6 vikur hefur lítið þokast í samkomulagsátt. Komin er fram miðlunartillaga. Ég get ekki lengur orðað bundist. Að mínu mati eru kennarar sú stétt, sem einna minnst er metin í okkar samfélagi. Þeir fá litla samúð í sinni kjarabaráttu. Það sýnir sig best í þessu verkfalli. Eða kannski má orða þetta á annan hátt, metum við börnin okkar ekki meir? Er það vegna þess að það er ekki peningalegur gróði af þeim? Þau færa okkur ekki arð í hlutabréfaviðskiftum. Er græðgi búin að blinda þessa þjóð svo mikið að við erum búin að missa sýn á það sem ætti að skipta okkur mestu, börnin okkar? Kennarastarfið hefur breyst mikið síðustu 20 ár. Þó kennslan sé enn jafn stór þáttur hefur stöðugt meira uppeldi færst á þeirra herðar. Okkur þykir gott að kennarar agi börnin og kenni þeim góða siði. Við foreldrar verðum stöðugt uppteknari af öðru en börnum okkar. Væri þá ekki rétt að styðja baráttu kennara fyrir bættum kjörum? Mikilvægi barna okkar ætti að koma fram í launum kennara. Ríkisstjórnin klifar stöðugt á því að hún ætli ekki að blanda sér í þessa deilu kennara og sveitarfélaga og þverskallast endalaust við. Ég tel að hún verði að koma að þessari deilu, ekki með lagasetningu heldur með auknu fjármagni til sveitarfélaga. Ef börnin væru metin á hlutabréfamarkaði og skólarnir bankastofnanir, verðbréfahallir eða stórfyrirtæki og kennarar starfsmenn þessara fyrirtækja væru laun þeirra miklu hærri. Eftir kvöldfréttir í ríkissjónvarpinu er vísitöluupptalning svo sem úrvalsvísitala, Nasdaq, Dow Jones og fl. Væri ekki betra að hafa eitthvað siðbætandi efni svona rétt fyrir svefninn, í stað þess að ýta sífellt undir gróða- og græðgishyggjuna? Það myndi skila sér í innihaldsríkara lífi. Verðmætamat fólks fellst að miklu leiti í hlutum og fjármagni og þessu endalausa kapphlaupi um að eiga allan fjandann. Stöðugt er auglýsingaáróður notaður til að ýta undir slíkar hvatir. Í öðru orðinu gera kennarar mest lítið að mati sumra, búnir að vinna kl. 14 á daginn. Kennslustundir eru aðeins 40 mín, þegar 6o mín eru í klukkutímunum hjá öðrum vinnandi stéttum. Menn telja upp jóla- og páskafrí og tala um 3ja mánaða sumarfrí. Það er mikill lúxus að vera kennari að mati fólks sem er uppfullt af svona ranghugmyndum. Í hugum þessa fólks eru skólar fyrst og fremst dagvistunarstofnanir. Foreldrar voru í vandræðum með að koma börnunum í pössun en minna fer fyrir áhyggjum af því að börnin missi úr námi, nema ef vera skyldi hjá foreldrum 10. bekkinga, vegna samræmdu prófanna í vor. Það var því mikill áfellisdómur fyrir foreldra, þegar fram kom í fréttum, eftir fyrstu viku verkfalls að börn væru úti langt fram yfir lögleyfðan útivistartíma. Menn óttuðust jafnvel að fíkniefnaneysla ungmenna ykist á meðan verkfallið stæði yfir. Þarna skýtur nú heldur betur skökku við. Getur verið að vandinn sem skapast hefur undanfarnar vikur sé vegna forgangsröðunnar fullorðinna en ekki einungis vegna kennarastéttarinnar einnar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun