Skoðun

Hvaða friðarferli?

Palestína - Þorvaldur Örn Árnason Spurning dagsins í Fréttablaðinu 28. okt. sl. er villandi. Spurt var: "Mun brottflutningur landnema frá Gaza og Vesturbakkanum flýta fyrir friðarferlinu?" Friðarferlið svonefnda er úr sögunni. Það dó daginn sem Sharon tók við völdum. Hann lofaði í kosningabaráttunni að semja ekki frið við Palestínumenn og hefur staðið við það. Sá friður sem hann vill koma á einhliða verður aldrei friður - að sigra Palestínumenn í hernaði og loka þá inni í ólífvænlegum gettóum með aðskilnaðarmúr. Alþjóðadómstóllinn í Haag dæmdi múrinn ólöglegan og fyrirskipaði að hann skuli rifinn. Ísraelsmenn ætla (með stuðningi Bandaríkjanna) að hundsa dóminn líkt og aðrar samþykktir S.þ. í hálfa öld. Réttsýnu fólki svíður. Af spurningu Fréttablaðsins mætti ætla að allir íslraelskir landræningjar hverfi frá Gaza og Vesturbakkanum, en því fer fjarri. Aðeins lítið brot af ólöglegum landnemabyggðum á palestínsku landi verða rýmdar og í staðinn á að innlima í Ísrael mun meira af landi Palestínumanna á Vesturbakkanum. Höfundur er í stjórn Félagsins Ísland-Palestína., Líffræðingur og kennari



Skoðun

Sjá meira


×