Svartur húmor 3. nóvember 2004 00:01 Friðagæslan - Böðvar Þór Unnarsson Menn geta notað margar aðferðir til að vera fyndnir. Svartur húmor er ein þeirra og ef atburður er litaður með honum getur hann orðið alveg drep-fyndinn. Ég hef reyndar aldrei heyrt að hann væri Íslendingum mjög tamur. Það var ekki fyrr en nú á dögunum þegar ég las um heimkomu ,,strákanna okkar" frá Afganistan að ég uppgvötvaði að svo er. Eftir að hafa særst í sprengjuárás fengu þeir frí frá friðargæslunni og komu til landsins íklæddir svörtum bolum sem á stóð ,,Chicken street - shit happens". Þeir vildu meina að áletrun þessi væri ,,svartur íslenskur húmor" og væri viðleitni félaga þeirra til að hjálpa þeim að komast yfir áfallið sem árásin olli þeim. Auk tilræðismannsins létust í þessari árás ellefu ára gömul afgönsk stúlka og 23 ára kona frá Bandaríkjunum. Chicken Street er heitið á götunni í Kabúl þar sem árás þessi átti sér stað. Það gæti vel gerst að seinna meir yrði enn frekari þörf fyrir svona svartan húmor. Segjum svo að íslensku friðargæsluliðarnir í Afganistan þyrftu einhverntíma aftur að skreppa í kaupstaðinn eftir teppi. Ef svo illa vildi til að yfirmaður þeirra ætti í erfiðleikum með að finna rétta litinn á forstofuna og tefðist um klukkutíma og eftir drykklanga stund birtast Afgani með sprengjukorn til að gera þeim glennu með eftirfarandi afleiðingum: Hann sprengdi sjálfan sig í loft upp ásamt, ja segjum tólf ára dreng. Höfum stúlku frá Ástralíu í pakkanum til að hafa örlitla fjölbreytni í þessu. Hendum svo inn þriggja barna móður með tveggja, sex og átta ára gömul börn sín á leið í skólann. Auk þess mundi líka einn af okkar ágætu íslensku friðargæsluliðum særast illa í árásinni. Ef þetta skyldi nú gerast næst þegar strákarnir skreppa í verslunarferð er ég með tillögu að áletrunum á bolina þeirra. Væri þá ekki rétt að nota okkar ástkæra ylhýra. Áletranirnar gætu þá orðið annaðhvort ,,Létt og kátt í Kabúl", eða ,,Alltaf fjör í Afganistan". Þetta mundi vera vel til þess fallið að létta undir með þeim sem ættu um sárt að binda. Ég mundi auk þess leggja til að þessu yrði snarað á afgönsku og ensku til þess að allir hlutaðeigandi aðilar fengju nú tækifæri til að jafna sig með hjálp hins svarta íslenska húmors. Höfundur er námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Friðagæslan - Böðvar Þór Unnarsson Menn geta notað margar aðferðir til að vera fyndnir. Svartur húmor er ein þeirra og ef atburður er litaður með honum getur hann orðið alveg drep-fyndinn. Ég hef reyndar aldrei heyrt að hann væri Íslendingum mjög tamur. Það var ekki fyrr en nú á dögunum þegar ég las um heimkomu ,,strákanna okkar" frá Afganistan að ég uppgvötvaði að svo er. Eftir að hafa særst í sprengjuárás fengu þeir frí frá friðargæslunni og komu til landsins íklæddir svörtum bolum sem á stóð ,,Chicken street - shit happens". Þeir vildu meina að áletrun þessi væri ,,svartur íslenskur húmor" og væri viðleitni félaga þeirra til að hjálpa þeim að komast yfir áfallið sem árásin olli þeim. Auk tilræðismannsins létust í þessari árás ellefu ára gömul afgönsk stúlka og 23 ára kona frá Bandaríkjunum. Chicken Street er heitið á götunni í Kabúl þar sem árás þessi átti sér stað. Það gæti vel gerst að seinna meir yrði enn frekari þörf fyrir svona svartan húmor. Segjum svo að íslensku friðargæsluliðarnir í Afganistan þyrftu einhverntíma aftur að skreppa í kaupstaðinn eftir teppi. Ef svo illa vildi til að yfirmaður þeirra ætti í erfiðleikum með að finna rétta litinn á forstofuna og tefðist um klukkutíma og eftir drykklanga stund birtast Afgani með sprengjukorn til að gera þeim glennu með eftirfarandi afleiðingum: Hann sprengdi sjálfan sig í loft upp ásamt, ja segjum tólf ára dreng. Höfum stúlku frá Ástralíu í pakkanum til að hafa örlitla fjölbreytni í þessu. Hendum svo inn þriggja barna móður með tveggja, sex og átta ára gömul börn sín á leið í skólann. Auk þess mundi líka einn af okkar ágætu íslensku friðargæsluliðum særast illa í árásinni. Ef þetta skyldi nú gerast næst þegar strákarnir skreppa í verslunarferð er ég með tillögu að áletrunum á bolina þeirra. Væri þá ekki rétt að nota okkar ástkæra ylhýra. Áletranirnar gætu þá orðið annaðhvort ,,Létt og kátt í Kabúl", eða ,,Alltaf fjör í Afganistan". Þetta mundi vera vel til þess fallið að létta undir með þeim sem ættu um sárt að binda. Ég mundi auk þess leggja til að þessu yrði snarað á afgönsku og ensku til þess að allir hlutaðeigandi aðilar fengju nú tækifæri til að jafna sig með hjálp hins svarta íslenska húmors. Höfundur er námsmaður.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar