Skoðun

Er karlinn í alvöru æðri konunni?

Málefni kvenna - Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir Það er ekki einleikið hve hugsunarlaust konum er skutlað aftur fyrir karla enn þann dag í dag. Í annað sinn á stuttum tíma greiddi ég af mínu VISA korti fyrir ferð okkar hjóna til útlanda. Í annað sinn voru bónda mínum sendir miðarnir og ..afritin af VISA miðunum mínum". Ekki nóg með það, þegar ég fór að skoða flugmiðana stóð nafnið hans á miðunum hans og að þetta væru miðar fyrir hann. Á MÍNUM MIÐUM STÓÐ NAFNIÐ HANS og að þetta væru miðar fyrir mig. Afsakanirnar sem ég fékk (frá sitt hvoru fyrirtæki) í bæði skiptin á þessu fyrirkomulagi voru svo lélegar að þær eru ekki eftir hafandi. Það er löngu kominn tími til að taka á svona ,,smámálum" og leiðrétta. Það er sjálfsögð krafa að ef send er staðfesting á skuldaviðurkenningu, sé hún send þeim aðila er gefur út skuldaviðurkenninguna - í þessu tilfelli mín.



Skoðun

Sjá meira


×