Skoðun

Að taka frá öðrum

Skráningargjald í HÍ - Friðbjörn Orri Ketilsson Bíræfni háskólanema virðist lítinn endi ætla að taka. Formaður stúdentaráðs sagði á síðum Fréttablaðsins að það væri forkastanlegt að hækka gjöld á nemendur því þar væri verið að taka fé úr vasa nemenda fyrir menntun þeirra. Á þessu má skilja að það sé kannski bara dónaskapur af vinnandi fólki að vilja eiga sjálfsaflafé sitt og telja það undarlegt að fólk á borð við formann stúdentaráðs reyni með ráðum og dáð að ná því úr vasa þess til að greiða fyrir eigin menntun? Þeir sem mennta sig kjósa að gera það, slíkt val gefur þeim engan rétt til peninga annarra. Á sama hátt gefur val verkamannsins um að fara til útlanda honum engan rétt á að taka fé úr vasa annarra til að greiða undir sig til útlanda. Hins vegar er það svo að menntun eykur oft möguleika hvers og eins til að fá hærri tekjur í framtíðinni. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að nemendur greiði fyrir nám sitt sem mest sjálfir. Það þarf ekki að taka fé úr vasa neins með valdi. Val hefur í för með sér kostnað. Nám kostar peninga sem nemendur, neytendur menntunar, eiga sjálfir að borga. <I>Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins.<P>



Skoðun

Sjá meira


×