Hætt að krefjast ábyrgðarmanna 21. október 2004 00:01 Námslán - Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingin leggur fram mörg menntamál á þinginu nú í haust. Til að mynda um eflingu starfsnáms og styttri námsbrauta, nýtt tækifæri til náms fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu að baki og um róttækar og réttlátar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Málefni sjóðsins hafa verið talsvert í umræðunni að undanförnu í kjölfar þess að Landsbankinn ábyrgist nú námslán fyrir námsmenn gegn ákveðnu ábyrgðargjaldi. Námsmönnum gefst því í fyrsta sinn kostur á því að taka námslán án þess að biðja vini og venslamenn að skrifa upp á. Það er afar gott mál en beinir sjónum að því óréttlæti sem felst í því að LÍN skuli krefjast slíkra ábyrgða og því dáðleysi menntamálayfirvalda að hafa ekki lagt fram frumvarp um afnám slíkra ábyrgða. Líkt og bæði Samfylkingin og Framsókn hafa gert. Sú mæta alþingiskona Framsóknarflokksins, Dagný Jónsdóttir, skrifar í Fréttablaðið í vikunni sem leið og lýsir ánægju sinni yfir því að Landsbankinn skuli efna kosningaloforð Framsóknar um að ekki skuli krafist ábyrgða á námslán og tek ég eindregið undir það með henni. Þó að réttara væri að flokkurinn efndi sín loforð sjálfur í gegnum ríkisstjórnarsamstarfið. Vonandi stendur Dagný með Samfylkingunni í þessari baráttu og styður frumvarp okkar um að afnema ábyrgðir á námslán og fleiri breytingar á LÍN þegar málið kemur til kasta Alþingis síðar í haust. Þar er á ferðinni mikið réttlætismál sem fyrst var flutt af Sigríði Jóhannesdóttur þingkonu Samfylkingarinnar fyrir nokkrum misserum. Það er hins vegar hálf raunalegt að banki úti í bæ skuli þurfa að vinna málinu brautargengi í stað ríkisstjórnarinnar en Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til staðið einarðlega gegn þessari réttlætisbót. Vonandi er að nú verði breyting á enda engin haldbær rök gegn því. Meginbreytingarnar sem Samfylkingin leggur til á LÍN eru afnám krafna um ábyrgðarmenn, lækkun endurgreiðslubyrðarinnar og að hluti lána breytist í styrk hafi námsmaður lokið námi á tilskildum tíma. Kjarni breytinganna er að: -Námslán verði ávallt greidd fyrir fram fyrir hvern mánuð. -Krafa um ábyrgðarmenn á lánum falli brott enda samræmist hún ekki ákvæðum laganna um jafnrétti til náms enda eru til mörg dæmi þess að fólk hefur orðið að hverfa frá frekara námi vegna þess að það hefur ekki getað framvísað ábyrgðarmönnum sem Lánasjóðurinn tekur gilda. -Hafi námsmaður lokið námi sínu á tilskildum tíma eða framvísað vottorði um lögmætar tafir á námi breytast 30% af upphæðinni sem hann hefur tekið að láni í óendurkræfan styrk. Breytingar þær sem hér eru lagðar til taka mið af reglum annars staðar á Norðurlöndum. Í Svíþjóð eru 34,5% af þeirri upphæð sem námsmaður fær til ráðstöfunar á námstíma hreinn styrkur sé miðað við fullt nám en það eru u.þ.b. 7.200 sænskar kr. Annars staðar á Norðurlöndum eru námsstyrkir ekki bundnir við að námsmaður ljúki formlegu námi en hér er lagt til að það verði skilyrði fyrir styrkveitingu. -Þá leggjum við til að endurgreiðsluhlutfalli námslána verði breytt úr 4,75% í 3,75% í því skyni að greiðslubyrði afborgana verði ungu fólki sem er að byggja og berjast við að koma sér upp fjölskyldu viðráðanleg. Í dag er greiðslubyrðin allt of íþynjgandi fyrir þá sem eru í baslinu miðju. Þær breytingar sem við leggjum til á Lánasjóðnum myndu færa hann mjög svo til betri vegar um leið og þær koma til móts við þá sem hafa lokið námi og eiga í erfiðleikum með að greiða lán sín til baka. Vonandi skapast samstaða stjórnmálamanna um að vinna þessum breytingum brautargengi á þinginu í vetur og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þingmálsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Námslán - Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingin leggur fram mörg menntamál á þinginu nú í haust. Til að mynda um eflingu starfsnáms og styttri námsbrauta, nýtt tækifæri til náms fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu að baki og um róttækar og réttlátar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Málefni sjóðsins hafa verið talsvert í umræðunni að undanförnu í kjölfar þess að Landsbankinn ábyrgist nú námslán fyrir námsmenn gegn ákveðnu ábyrgðargjaldi. Námsmönnum gefst því í fyrsta sinn kostur á því að taka námslán án þess að biðja vini og venslamenn að skrifa upp á. Það er afar gott mál en beinir sjónum að því óréttlæti sem felst í því að LÍN skuli krefjast slíkra ábyrgða og því dáðleysi menntamálayfirvalda að hafa ekki lagt fram frumvarp um afnám slíkra ábyrgða. Líkt og bæði Samfylkingin og Framsókn hafa gert. Sú mæta alþingiskona Framsóknarflokksins, Dagný Jónsdóttir, skrifar í Fréttablaðið í vikunni sem leið og lýsir ánægju sinni yfir því að Landsbankinn skuli efna kosningaloforð Framsóknar um að ekki skuli krafist ábyrgða á námslán og tek ég eindregið undir það með henni. Þó að réttara væri að flokkurinn efndi sín loforð sjálfur í gegnum ríkisstjórnarsamstarfið. Vonandi stendur Dagný með Samfylkingunni í þessari baráttu og styður frumvarp okkar um að afnema ábyrgðir á námslán og fleiri breytingar á LÍN þegar málið kemur til kasta Alþingis síðar í haust. Þar er á ferðinni mikið réttlætismál sem fyrst var flutt af Sigríði Jóhannesdóttur þingkonu Samfylkingarinnar fyrir nokkrum misserum. Það er hins vegar hálf raunalegt að banki úti í bæ skuli þurfa að vinna málinu brautargengi í stað ríkisstjórnarinnar en Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til staðið einarðlega gegn þessari réttlætisbót. Vonandi er að nú verði breyting á enda engin haldbær rök gegn því. Meginbreytingarnar sem Samfylkingin leggur til á LÍN eru afnám krafna um ábyrgðarmenn, lækkun endurgreiðslubyrðarinnar og að hluti lána breytist í styrk hafi námsmaður lokið námi á tilskildum tíma. Kjarni breytinganna er að: -Námslán verði ávallt greidd fyrir fram fyrir hvern mánuð. -Krafa um ábyrgðarmenn á lánum falli brott enda samræmist hún ekki ákvæðum laganna um jafnrétti til náms enda eru til mörg dæmi þess að fólk hefur orðið að hverfa frá frekara námi vegna þess að það hefur ekki getað framvísað ábyrgðarmönnum sem Lánasjóðurinn tekur gilda. -Hafi námsmaður lokið námi sínu á tilskildum tíma eða framvísað vottorði um lögmætar tafir á námi breytast 30% af upphæðinni sem hann hefur tekið að láni í óendurkræfan styrk. Breytingar þær sem hér eru lagðar til taka mið af reglum annars staðar á Norðurlöndum. Í Svíþjóð eru 34,5% af þeirri upphæð sem námsmaður fær til ráðstöfunar á námstíma hreinn styrkur sé miðað við fullt nám en það eru u.þ.b. 7.200 sænskar kr. Annars staðar á Norðurlöndum eru námsstyrkir ekki bundnir við að námsmaður ljúki formlegu námi en hér er lagt til að það verði skilyrði fyrir styrkveitingu. -Þá leggjum við til að endurgreiðsluhlutfalli námslána verði breytt úr 4,75% í 3,75% í því skyni að greiðslubyrði afborgana verði ungu fólki sem er að byggja og berjast við að koma sér upp fjölskyldu viðráðanleg. Í dag er greiðslubyrðin allt of íþynjgandi fyrir þá sem eru í baslinu miðju. Þær breytingar sem við leggjum til á Lánasjóðnum myndu færa hann mjög svo til betri vegar um leið og þær koma til móts við þá sem hafa lokið námi og eiga í erfiðleikum með að greiða lán sín til baka. Vonandi skapast samstaða stjórnmálamanna um að vinna þessum breytingum brautargengi á þinginu í vetur og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þingmálsins.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar