Sport

Ferguson viðurkennir mistök

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkenndi á blaðamannafundi í gær að hann hefði líklega gert þó nokkuð af dýrkeyptum mistökum í haust en Man. Utd hefur t.d. aðeins unnið þrjá af fyrstu níu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Ferguson sagði að hann hefði tekið of margar áhættur í leikjum haustsins og líklega hefði hann kallað liðið of snemma til æfinga í sumar. Man. Utd leikur í kvöld við Spörtu í Prag. Liðið verður án Rio Ferdinands og Roy Kenaes. Með liði Spörtu leikur Karel Poborsky, fyrrverandi leikmaður Man. Utd, sem varð meistari með félaginu 1997. Bandaríski auðkýfingurinn Malcom Glazier reynir enn að ná undirtökum í Man. Utd. Síðastliðinn föstudag keypti hann hlut í félaginu og aftur í gær fyrir 17 milljónir punda. Glazier, sem á bandaríska ruðningsliðið Tampa Bay Buccaneers, á nú 27,63% hlut í United en írsku viðskiptafélagarnir John Magnier og JP McManus eiga enn stærsta hlutinn, eða 28,9%. Markaþáttur Meistaradeildarinnar, þar sem helstu tilþrif kvöldsins verða sýnd, verður á dagskrá Sýnar klukkan 20:40.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×