Stórgóð byrjun hjá Andra Stefani 18. október 2004 00:01 Sá leikmaður sem þykir hafa leikið hvað best með liði Hauka í handboltanum á yfirstandandi tímabili er hinn tvítugi Andri Stefan Guðrúnarson en sá gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk í leik liðsins gegn franska liðinu US Creteil í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað að meðaltali sex mörk í þeim leikjum sem Haukar hafa leikið í norðurriðli og er markahæstur í liðinu með 30 mörk ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. Leikur erfiða stöðu "Andri Stefan á tvímælalaust framtíðina fyrir sér og hefur staðið sig framar mínum vonum í vetur," segir Páll Ólafsson, þjálfari Hauka. "Hann er að spila erfiða stöðu með liðinu og hefur leyst það verkefni afar vel af hendi. Hann gegnir veigamiklu hlutverki í mínu liði og það gerir enginn að ástæðulausu. Það má segja að honum hafi verið hent út í djúpu laugina og þar hefur hann sannarlega haldið sér á floti svo ekki sé meira sagt." Páll segir þó að þrátt fyrir að Andri sé vaxandi leikmaður vanti enn töluvert á að hann spili varnarleikinn jafnvel og sóknarleikinn. "Hann hefur getu og hæfileika og ef hann sýnir að hann er vandanum vaxinn í vörninni líka þá fer ég ekki fram á meira. Hann hefur viljann og sannarlega getuna og hefur sýnt góða leiki á þessu tímabili og ég er viss um að þeir leikir sem við erum að spila í Meistaradeildinni hafa mjög góð áhrif því þar er hann og aðrir í liðinu að mæta þeim bestu í heiminum." Vex við hverja þraut "Andri Stefan er einn af þessum leikmönnum sem hafa komið upp í gegnum gott unglingastarf hjá Haukum og hefur sem slíkur staðið sig mjög vel," segir Viggó Sigurðsson, fyrrverandi þjálfari Hauka og núverandi landsliðsþjálfari. Hann er sammála Páli Ólafssyni um að haldi Andri áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á séu honum allir vegir færir. "Andri er einn af þeim leikmönnum sem vaxa við hverja þraut og hefur verið stigvaxandi undanfarin ár. Það má vera ljóst að hann er enn þá á uppleið enda ungur að árum og á virkilega framtíðina fyrir sér. Ef það er eitthvað sem ég set spurningarmerki við þá er það hversu mikið hvílir á honum í liði Hauka. Hann spilar þar kannski of stórt hlutverk miðað við aldur og fær litla hvíld, sem þessir ungu strákar þurfa annað slagið." Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Sá leikmaður sem þykir hafa leikið hvað best með liði Hauka í handboltanum á yfirstandandi tímabili er hinn tvítugi Andri Stefan Guðrúnarson en sá gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk í leik liðsins gegn franska liðinu US Creteil í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað að meðaltali sex mörk í þeim leikjum sem Haukar hafa leikið í norðurriðli og er markahæstur í liðinu með 30 mörk ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. Leikur erfiða stöðu "Andri Stefan á tvímælalaust framtíðina fyrir sér og hefur staðið sig framar mínum vonum í vetur," segir Páll Ólafsson, þjálfari Hauka. "Hann er að spila erfiða stöðu með liðinu og hefur leyst það verkefni afar vel af hendi. Hann gegnir veigamiklu hlutverki í mínu liði og það gerir enginn að ástæðulausu. Það má segja að honum hafi verið hent út í djúpu laugina og þar hefur hann sannarlega haldið sér á floti svo ekki sé meira sagt." Páll segir þó að þrátt fyrir að Andri sé vaxandi leikmaður vanti enn töluvert á að hann spili varnarleikinn jafnvel og sóknarleikinn. "Hann hefur getu og hæfileika og ef hann sýnir að hann er vandanum vaxinn í vörninni líka þá fer ég ekki fram á meira. Hann hefur viljann og sannarlega getuna og hefur sýnt góða leiki á þessu tímabili og ég er viss um að þeir leikir sem við erum að spila í Meistaradeildinni hafa mjög góð áhrif því þar er hann og aðrir í liðinu að mæta þeim bestu í heiminum." Vex við hverja þraut "Andri Stefan er einn af þessum leikmönnum sem hafa komið upp í gegnum gott unglingastarf hjá Haukum og hefur sem slíkur staðið sig mjög vel," segir Viggó Sigurðsson, fyrrverandi þjálfari Hauka og núverandi landsliðsþjálfari. Hann er sammála Páli Ólafssyni um að haldi Andri áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á séu honum allir vegir færir. "Andri er einn af þeim leikmönnum sem vaxa við hverja þraut og hefur verið stigvaxandi undanfarin ár. Það má vera ljóst að hann er enn þá á uppleið enda ungur að árum og á virkilega framtíðina fyrir sér. Ef það er eitthvað sem ég set spurningarmerki við þá er það hversu mikið hvílir á honum í liði Hauka. Hann spilar þar kannski of stórt hlutverk miðað við aldur og fær litla hvíld, sem þessir ungu strákar þurfa annað slagið."
Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira