Stórgóð byrjun hjá Andra Stefani 18. október 2004 00:01 Sá leikmaður sem þykir hafa leikið hvað best með liði Hauka í handboltanum á yfirstandandi tímabili er hinn tvítugi Andri Stefan Guðrúnarson en sá gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk í leik liðsins gegn franska liðinu US Creteil í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað að meðaltali sex mörk í þeim leikjum sem Haukar hafa leikið í norðurriðli og er markahæstur í liðinu með 30 mörk ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. Leikur erfiða stöðu "Andri Stefan á tvímælalaust framtíðina fyrir sér og hefur staðið sig framar mínum vonum í vetur," segir Páll Ólafsson, þjálfari Hauka. "Hann er að spila erfiða stöðu með liðinu og hefur leyst það verkefni afar vel af hendi. Hann gegnir veigamiklu hlutverki í mínu liði og það gerir enginn að ástæðulausu. Það má segja að honum hafi verið hent út í djúpu laugina og þar hefur hann sannarlega haldið sér á floti svo ekki sé meira sagt." Páll segir þó að þrátt fyrir að Andri sé vaxandi leikmaður vanti enn töluvert á að hann spili varnarleikinn jafnvel og sóknarleikinn. "Hann hefur getu og hæfileika og ef hann sýnir að hann er vandanum vaxinn í vörninni líka þá fer ég ekki fram á meira. Hann hefur viljann og sannarlega getuna og hefur sýnt góða leiki á þessu tímabili og ég er viss um að þeir leikir sem við erum að spila í Meistaradeildinni hafa mjög góð áhrif því þar er hann og aðrir í liðinu að mæta þeim bestu í heiminum." Vex við hverja þraut "Andri Stefan er einn af þessum leikmönnum sem hafa komið upp í gegnum gott unglingastarf hjá Haukum og hefur sem slíkur staðið sig mjög vel," segir Viggó Sigurðsson, fyrrverandi þjálfari Hauka og núverandi landsliðsþjálfari. Hann er sammála Páli Ólafssyni um að haldi Andri áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á séu honum allir vegir færir. "Andri er einn af þeim leikmönnum sem vaxa við hverja þraut og hefur verið stigvaxandi undanfarin ár. Það má vera ljóst að hann er enn þá á uppleið enda ungur að árum og á virkilega framtíðina fyrir sér. Ef það er eitthvað sem ég set spurningarmerki við þá er það hversu mikið hvílir á honum í liði Hauka. Hann spilar þar kannski of stórt hlutverk miðað við aldur og fær litla hvíld, sem þessir ungu strákar þurfa annað slagið." Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
Sá leikmaður sem þykir hafa leikið hvað best með liði Hauka í handboltanum á yfirstandandi tímabili er hinn tvítugi Andri Stefan Guðrúnarson en sá gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk í leik liðsins gegn franska liðinu US Creteil í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað að meðaltali sex mörk í þeim leikjum sem Haukar hafa leikið í norðurriðli og er markahæstur í liðinu með 30 mörk ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. Leikur erfiða stöðu "Andri Stefan á tvímælalaust framtíðina fyrir sér og hefur staðið sig framar mínum vonum í vetur," segir Páll Ólafsson, þjálfari Hauka. "Hann er að spila erfiða stöðu með liðinu og hefur leyst það verkefni afar vel af hendi. Hann gegnir veigamiklu hlutverki í mínu liði og það gerir enginn að ástæðulausu. Það má segja að honum hafi verið hent út í djúpu laugina og þar hefur hann sannarlega haldið sér á floti svo ekki sé meira sagt." Páll segir þó að þrátt fyrir að Andri sé vaxandi leikmaður vanti enn töluvert á að hann spili varnarleikinn jafnvel og sóknarleikinn. "Hann hefur getu og hæfileika og ef hann sýnir að hann er vandanum vaxinn í vörninni líka þá fer ég ekki fram á meira. Hann hefur viljann og sannarlega getuna og hefur sýnt góða leiki á þessu tímabili og ég er viss um að þeir leikir sem við erum að spila í Meistaradeildinni hafa mjög góð áhrif því þar er hann og aðrir í liðinu að mæta þeim bestu í heiminum." Vex við hverja þraut "Andri Stefan er einn af þessum leikmönnum sem hafa komið upp í gegnum gott unglingastarf hjá Haukum og hefur sem slíkur staðið sig mjög vel," segir Viggó Sigurðsson, fyrrverandi þjálfari Hauka og núverandi landsliðsþjálfari. Hann er sammála Páli Ólafssyni um að haldi Andri áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á séu honum allir vegir færir. "Andri er einn af þeim leikmönnum sem vaxa við hverja þraut og hefur verið stigvaxandi undanfarin ár. Það má vera ljóst að hann er enn þá á uppleið enda ungur að árum og á virkilega framtíðina fyrir sér. Ef það er eitthvað sem ég set spurningarmerki við þá er það hversu mikið hvílir á honum í liði Hauka. Hann spilar þar kannski of stórt hlutverk miðað við aldur og fær litla hvíld, sem þessir ungu strákar þurfa annað slagið."
Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira