Þá hlógu sjálfstæðismenn 18. október 2004 00:01 Sagt er að kötturinn hafi níu líf. Eitt fyrir hvern dag vikunar og tvö til vara. Eitt undarlegasta fyirbæri íslenskra stjórmála, Framsóknarflokkurinn, er enn lífseigari. Hann gæti þess vegna haft tólf. Eitt fyrir hvern mánuð ársins. Það sem hann hefur líka umfram gæludýrið, er að lífin hans endurnýjast sífellt. Með öðrum orðum, hann er ódauðlegur, eins og svo margt frá liðnum öldum sem við vildum að aldrei hefði verið til. Flokkurinn hefur marg sannað með þessari endalausu tilvist sinni, að það lifir lengst sem lýðum er leiðast. Allir vita að líf sitt á flokkurinn undir áframhaldandi mismunun gagnvart kjósendum við kjörkasana og örfáum auðtrúa sálum. Bæta má þeim við sem fæddust inn í flokkinn og álíta hann höfuðból sitt. Ekki má gleyma sígildum áhangendum allra flokka, tækifærissinnunum, en í þeim efnum býr Framsókn langt umfram aðra. Ein skærasta stjarnan í þingliði Framsóknar, er ung kona sem rekst svo vel í flokknum, að fá eða engin dæmi eru um svo auðsveipan og annars hugar fulltrúa þjóðarinnar. Fyrir formann flokksins er hún hrein gersemi sem hann hugsar fyrir. Fyrsta yfirlýsing hennar eftir kosningar var sérlega fjandsamleg náttúru landsins og auðvitað í anda foringjana. Þar var hún að þjóna hagsmunum skotvísfélaga, áhrifamanna í flokknum. Það gefur auga leið að hún fylgdi forustunni gegn kynsystrum sínum í einu kyndugasta stríði sem foringi stjórmálaflokks hefur háð sjálfum sér til vegsauka. Sagt er að Gengis Khan hafi látið menn sína gera lifandi útsýnispall sem hann brölti svo upp á til að sjá hvernig landið lægi. Nú er öldin önnur og ósvífnir herforingjar og pólitíkusar nota sér fólkið frekar sem peð á borði stjórnmálana. Þar er því skákað til og frá eftir gangi leiksins. Langt er síðan þjóðin vissi að heitasta ósk formanns Framsóknar, var að verða forsætisráðherra. Þá ósk lofaði formaður Sjálfstæðisflokksins að uppfylla, en með ströngum skilyrðum. Þau voru kosningabandalag og afsal ráðuneytis. Formaður Framsóknar gleypti agnið og þá hlógu sjálfstæðismenn. Í loftinu lágu tapaðar kosningar og augljóst að nú dygði ekki að biðja Guð að hjálpa sér. Stjórnarliðarnir vissu að almættið gat ekki, flestra hluta vegna, verið þeirra megin. Þá var bara að fletta í loforðabókinni og láta vaða í sama knérunn. Nú varð að lofa hinu og þessu og afsaka hitt og þetta. Slagorðin, fólk í fyrirrúmi, var gatslitið og stórhættulegt að minnast á vegna nauðsynlegra vanefnda. Þá varð síðasta hálmstráið að breyta útliti formanns Framsóknar í bland við hástemda loforðasúpu. Armæðusvipurinn var látin víkja fyrir brosi sem skipti sköpum í kosningunum. Svo áhrifamikilla brosa gætir ekki í íslenskri sögu. Á söguöld brosti Snorri goði reyndar þegar honum var skemmt, en Grettir og Skarphéðinn glottu þegar bardaga var von. Nokkrir landar mínir urðu svo hvumsa við brosleg loforð formannsins, að þeir gleymdu að hugsa og kusu hann. Þú tryggir ekki eftirá, segja tryggingafélögin. Örfáar sálir lögðu það helsi á þjóðina að hafa yfir sér forsætisráðherra sem hún vildi síst af öllum. Hann er fyrsti forsætisráðherrann sem ekki er kosin af þjóðinni. Hann var vélaður inn á hana. Nú þarf hann ekki að brosa næstu árin, frekar en hann vill. Höfundur er trésmiður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Sagt er að kötturinn hafi níu líf. Eitt fyrir hvern dag vikunar og tvö til vara. Eitt undarlegasta fyirbæri íslenskra stjórmála, Framsóknarflokkurinn, er enn lífseigari. Hann gæti þess vegna haft tólf. Eitt fyrir hvern mánuð ársins. Það sem hann hefur líka umfram gæludýrið, er að lífin hans endurnýjast sífellt. Með öðrum orðum, hann er ódauðlegur, eins og svo margt frá liðnum öldum sem við vildum að aldrei hefði verið til. Flokkurinn hefur marg sannað með þessari endalausu tilvist sinni, að það lifir lengst sem lýðum er leiðast. Allir vita að líf sitt á flokkurinn undir áframhaldandi mismunun gagnvart kjósendum við kjörkasana og örfáum auðtrúa sálum. Bæta má þeim við sem fæddust inn í flokkinn og álíta hann höfuðból sitt. Ekki má gleyma sígildum áhangendum allra flokka, tækifærissinnunum, en í þeim efnum býr Framsókn langt umfram aðra. Ein skærasta stjarnan í þingliði Framsóknar, er ung kona sem rekst svo vel í flokknum, að fá eða engin dæmi eru um svo auðsveipan og annars hugar fulltrúa þjóðarinnar. Fyrir formann flokksins er hún hrein gersemi sem hann hugsar fyrir. Fyrsta yfirlýsing hennar eftir kosningar var sérlega fjandsamleg náttúru landsins og auðvitað í anda foringjana. Þar var hún að þjóna hagsmunum skotvísfélaga, áhrifamanna í flokknum. Það gefur auga leið að hún fylgdi forustunni gegn kynsystrum sínum í einu kyndugasta stríði sem foringi stjórmálaflokks hefur háð sjálfum sér til vegsauka. Sagt er að Gengis Khan hafi látið menn sína gera lifandi útsýnispall sem hann brölti svo upp á til að sjá hvernig landið lægi. Nú er öldin önnur og ósvífnir herforingjar og pólitíkusar nota sér fólkið frekar sem peð á borði stjórnmálana. Þar er því skákað til og frá eftir gangi leiksins. Langt er síðan þjóðin vissi að heitasta ósk formanns Framsóknar, var að verða forsætisráðherra. Þá ósk lofaði formaður Sjálfstæðisflokksins að uppfylla, en með ströngum skilyrðum. Þau voru kosningabandalag og afsal ráðuneytis. Formaður Framsóknar gleypti agnið og þá hlógu sjálfstæðismenn. Í loftinu lágu tapaðar kosningar og augljóst að nú dygði ekki að biðja Guð að hjálpa sér. Stjórnarliðarnir vissu að almættið gat ekki, flestra hluta vegna, verið þeirra megin. Þá var bara að fletta í loforðabókinni og láta vaða í sama knérunn. Nú varð að lofa hinu og þessu og afsaka hitt og þetta. Slagorðin, fólk í fyrirrúmi, var gatslitið og stórhættulegt að minnast á vegna nauðsynlegra vanefnda. Þá varð síðasta hálmstráið að breyta útliti formanns Framsóknar í bland við hástemda loforðasúpu. Armæðusvipurinn var látin víkja fyrir brosi sem skipti sköpum í kosningunum. Svo áhrifamikilla brosa gætir ekki í íslenskri sögu. Á söguöld brosti Snorri goði reyndar þegar honum var skemmt, en Grettir og Skarphéðinn glottu þegar bardaga var von. Nokkrir landar mínir urðu svo hvumsa við brosleg loforð formannsins, að þeir gleymdu að hugsa og kusu hann. Þú tryggir ekki eftirá, segja tryggingafélögin. Örfáar sálir lögðu það helsi á þjóðina að hafa yfir sér forsætisráðherra sem hún vildi síst af öllum. Hann er fyrsti forsætisráðherrann sem ekki er kosin af þjóðinni. Hann var vélaður inn á hana. Nú þarf hann ekki að brosa næstu árin, frekar en hann vill. Höfundur er trésmiður
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar