Óhefðbundnar lækningar 17. október 2004 00:01 Nýlega héldu Stephen og Lynda Cane námskeið hérlendis þar sem þau sýndu hvernig við getum orðið meðvitaðri um okkar eigin og utanaðkomandi orku. Landlæknir hefur af þessu tilefni gefið yfirlýsingar sem verða að teljast hæpnar svo sem að um sé að ræða ,,stórhættulegt efni", ,,fjárplógsstarfsemi" og sagt að ósannað sé að þessi fræði eigi við rök að styrðjast. Til viðbótar yfirlýsingum landlæknis hafa birst fréttir af sundruðum fjölskyldum sem eigi að vera afleiðing þátttöku einhvers fjölskyldumeðlims í áðurnefndu námskeiði. Ég sótti svona námskeið og hafði af því bæði gagn og gaman. Uppistaða námskeiðsins er kennsla í notkun pendúls sem auðveldar manni að meta gildi næringar og bætiefna og til að finna hvernig orkan í umhverfinu verkar á mann. Mér finnst það aðfinnsluverð forræðishyggja af landlækni að ætla að segja okkur, sem sóttum námskeiðið, að það sé dýrt og tilgangur þess sé fjárplógsstarfsemi. Ég leyfi mér að efast um að fjölskyldur hafi sundrast vegna þessa námskeiðs - orsakir þeirrar sundrungar tel ég að hljóti að vera annars eðlis og er þeirrar skoðunar að frekar mætti segja að hafi fjölskylda sundrast hafi það gerst þrátt fyrir þetta námskeið en ekki vegna þess. Um sannanir fyrir virkni óhefðbundinna lækninga svo sem heilunar, grasalækninga, homeopati, nálarstungna, hnykkjunar, nudds ofl. bendi ég á að sannanir fyrir því að andi og orka lækni eru mýmargar og mér er til efs að reyndir læknar væru tilbúnir til að bera brigður á að svo sé. Í þessu sambandi mætti nefna að við höfum trúarbrögð og þjóðkirkju en mér vitanlega hefur ekki verið sannað “vísindalega” að Guð sé til. Að segja að námskeiðið sé hættulegt lýsir ef til vill meiri þröngsýni en að segja að það hafi verið dýrt (20 þús. kr.) Ég hef fyrir satt að þúsundir franskra lækna noti pendúl við vinnu sína og reikna með að landlækni sé kunnugt um það. Það má leiða hugann að því að nýmóðins heilsukerfi okkar og annarra vestrænna þjóða snýst, að margra áliti, fremur um að skera, deyfa og hjúkra og hjálpa fólki að lifa með sínum sjúkdómi en lítið um að lækna . Og talandi um fjárplógsstarfsemi - hvert skyldi álit Landlæknis vera á því að læknar bjóða krabbameinssjúklingum upp á lyf sem kosta hundruð þúsunda króna skammturinn? Væri ekki ráð að beina hefðbundnum lækningum í meiri mæli að því að leita orsaka sjúkdóma og koma í veg fyrir þá - takast á við orsakir fremur en einungis afleiðingar? Höfundur er reikimeistari/heilari og sendibílsstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nýlega héldu Stephen og Lynda Cane námskeið hérlendis þar sem þau sýndu hvernig við getum orðið meðvitaðri um okkar eigin og utanaðkomandi orku. Landlæknir hefur af þessu tilefni gefið yfirlýsingar sem verða að teljast hæpnar svo sem að um sé að ræða ,,stórhættulegt efni", ,,fjárplógsstarfsemi" og sagt að ósannað sé að þessi fræði eigi við rök að styrðjast. Til viðbótar yfirlýsingum landlæknis hafa birst fréttir af sundruðum fjölskyldum sem eigi að vera afleiðing þátttöku einhvers fjölskyldumeðlims í áðurnefndu námskeiði. Ég sótti svona námskeið og hafði af því bæði gagn og gaman. Uppistaða námskeiðsins er kennsla í notkun pendúls sem auðveldar manni að meta gildi næringar og bætiefna og til að finna hvernig orkan í umhverfinu verkar á mann. Mér finnst það aðfinnsluverð forræðishyggja af landlækni að ætla að segja okkur, sem sóttum námskeiðið, að það sé dýrt og tilgangur þess sé fjárplógsstarfsemi. Ég leyfi mér að efast um að fjölskyldur hafi sundrast vegna þessa námskeiðs - orsakir þeirrar sundrungar tel ég að hljóti að vera annars eðlis og er þeirrar skoðunar að frekar mætti segja að hafi fjölskylda sundrast hafi það gerst þrátt fyrir þetta námskeið en ekki vegna þess. Um sannanir fyrir virkni óhefðbundinna lækninga svo sem heilunar, grasalækninga, homeopati, nálarstungna, hnykkjunar, nudds ofl. bendi ég á að sannanir fyrir því að andi og orka lækni eru mýmargar og mér er til efs að reyndir læknar væru tilbúnir til að bera brigður á að svo sé. Í þessu sambandi mætti nefna að við höfum trúarbrögð og þjóðkirkju en mér vitanlega hefur ekki verið sannað “vísindalega” að Guð sé til. Að segja að námskeiðið sé hættulegt lýsir ef til vill meiri þröngsýni en að segja að það hafi verið dýrt (20 þús. kr.) Ég hef fyrir satt að þúsundir franskra lækna noti pendúl við vinnu sína og reikna með að landlækni sé kunnugt um það. Það má leiða hugann að því að nýmóðins heilsukerfi okkar og annarra vestrænna þjóða snýst, að margra áliti, fremur um að skera, deyfa og hjúkra og hjálpa fólki að lifa með sínum sjúkdómi en lítið um að lækna . Og talandi um fjárplógsstarfsemi - hvert skyldi álit Landlæknis vera á því að læknar bjóða krabbameinssjúklingum upp á lyf sem kosta hundruð þúsunda króna skammturinn? Væri ekki ráð að beina hefðbundnum lækningum í meiri mæli að því að leita orsaka sjúkdóma og koma í veg fyrir þá - takast á við orsakir fremur en einungis afleiðingar? Höfundur er reikimeistari/heilari og sendibílsstjóri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar