Sport

Fyrsta tap meistara ÍBV

Stjörnustúlkur urðu fyrstar til að vinna Íslands og bikarmeistara ÍBV á þessu tímabili þegar þær unnu stórsigur, 34-24, í leik liðanna í Garðabæ en í hálfleik munaði sjö mörkum á liðunum, 18-11. Stjarnan náði mest tólf marka mun í seinni hálfleik og í lokn skildu tíu mörk. Kristín Guðmundsdóttir hefur byrjað vel með Garðabæjarliðinu en hún skoraði 9 mörk í gær og hefur þar með skorað 44 mörk í fyrstu fimm umferðunum eða 8,8 mörk að meðaltali. Fyrirliðinn Anna Bryndís Blöndal kom næst Kristínu með 6 mörk en eins varði Jelena Jovanovic frábærlega í markinu. Sofia Paztor var markahæst Eyjastúlkna með 8 mörk en ÍBV hafði unnið fimm fyrstu leiki sína á tímabilinu auk þess sem þær unnu lið Hauka í Meistarakeppni HSÍ í upphafi móts. Stjarnan er enn í 4. sæti eftir 26-22 sigur FH í Víkinni í seinni leik gærdagsins. Þá fór einn leikur fram í karlahandboltanum þar sem ÍR komust á topp suðurriðils með níu marka sigri á Gróttu/KR, 27-36. Ingimundur Ingimundarson skoraði 10 mörk fyrir ÍR og Bjarni Fritzson skoraði sjö en hjá Gróttu/KR skoraði Þorvarður Björnsson mest átta mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×