Þjóðernisöfgar á Íslandi 15. október 2004 00:01 Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrverandi þingmaður Borgaraflokksins, sem skolaði inn á þing í skjóli Alberts Guðmundssonar heitins, skipaði sér í raðir snoðinkolla og almennra sullukolla í viðtali við DV á þriðjudag þegar hann boðaði stofnun stjórnmálaflokks til höfuðs innflytjendum á Íslandi en hann á víst sitthvað sökótt við útlendan mann. Ef hér væru ekki stórhættulegar hugmyndir á ferðinni væri auðvitað bara fyndið að Ásgeir Hannes boði nú enn eina atlöguna að þingsæti en það virðist vera meira framboð af sumu fólki en eftirspurn. Ásgeir Hannes telur auðvelt að stofna slíkan fasískan flokk og segir þúsundir manna bíða heima í stofu eftir að hann smelli fingri sínum eins og hann orðar það. Eftir að hafa gert sig breiðan á síðum DV og nánast útnefnt sjálfan sig sem bjargvætt Íslands, kannski misskilinn bjargvætt en bjargvætt samt, stillir hann sér svo upp við hlið danska rasistans Mogens Glistrup og norska þjóðernisöfgamannsins með barnsandlitið Carl I. Hagen, en magnaðri lýðskrumarar eru vandfundnir á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Sem betur fer hafa þjóðernisöfgasinnar ekki enn náð að festa djúpar rætur á Íslandi þótt nokkrir kjánar hafi stundum flotið upp á yfirborðið með einhverju asnalegu rasistarausi a la Glistrup og Hagen. Enda auðga innflytjendur mannlífið ef rétt er á málum haldið og ef við leitum á náðir hagfræðinnar kemur í ljós að innflytjendur eru þjóðhagslega hagkvæmir en ekki efnahagsleg byrði. En sumir sjá ógnir í öllum hornum, hræðast hið ókunna og umvefja sig heimóttarlegum einangrunarhugmyndum í stað þess að taka heiminum opnum örmum og öllum þeim ólíku blæbrigðum sem mannkynið hefur uppá á að bjóða. Svo ættu menn nú líka að forðast í lengstu lög að leita leiðsagnar í innflytjendamálum til Danmerkur, eins og við höfum þegar gert alltof mikið af. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra hefur nefnilega tekist að breyta hinni frjálslyndu Danmörku í hálfgert fasistaríki og lokað landinu fyrir útlendingum með risastórum slagbrandi og þvergirðingu hringinn í kringum eyjarnar og hafna á milli. Annars er þetta nú kannski lítið skárra hér á Íslandi því eins og Danir höfum við reist allt of háan haftamúr, verkefnið er miklu heldur að opna landið, enda vantar okkur fleira fólk ef eitthvað er - ekki færra. Þeir örfáu sem inn hafa sloppið hafa auðgað landið okkar, til að mynda með seiðandi tónlist og dunandi dansi. Þá má nefna að Íslendingar fengu lítið annað en saltfisk að borða áður en miðbærinn fylltist af framandi veitingastöðum sem bjóða upp á taílenskar núðlur, spænska tapasrétti, tyrkneskt kebab, kínverskar risarækjur, mexíkóskt fajitas og japanskt sushi svo eitthvað sé nefnt. En kannski að lífið sé saltfiskur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrverandi þingmaður Borgaraflokksins, sem skolaði inn á þing í skjóli Alberts Guðmundssonar heitins, skipaði sér í raðir snoðinkolla og almennra sullukolla í viðtali við DV á þriðjudag þegar hann boðaði stofnun stjórnmálaflokks til höfuðs innflytjendum á Íslandi en hann á víst sitthvað sökótt við útlendan mann. Ef hér væru ekki stórhættulegar hugmyndir á ferðinni væri auðvitað bara fyndið að Ásgeir Hannes boði nú enn eina atlöguna að þingsæti en það virðist vera meira framboð af sumu fólki en eftirspurn. Ásgeir Hannes telur auðvelt að stofna slíkan fasískan flokk og segir þúsundir manna bíða heima í stofu eftir að hann smelli fingri sínum eins og hann orðar það. Eftir að hafa gert sig breiðan á síðum DV og nánast útnefnt sjálfan sig sem bjargvætt Íslands, kannski misskilinn bjargvætt en bjargvætt samt, stillir hann sér svo upp við hlið danska rasistans Mogens Glistrup og norska þjóðernisöfgamannsins með barnsandlitið Carl I. Hagen, en magnaðri lýðskrumarar eru vandfundnir á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Sem betur fer hafa þjóðernisöfgasinnar ekki enn náð að festa djúpar rætur á Íslandi þótt nokkrir kjánar hafi stundum flotið upp á yfirborðið með einhverju asnalegu rasistarausi a la Glistrup og Hagen. Enda auðga innflytjendur mannlífið ef rétt er á málum haldið og ef við leitum á náðir hagfræðinnar kemur í ljós að innflytjendur eru þjóðhagslega hagkvæmir en ekki efnahagsleg byrði. En sumir sjá ógnir í öllum hornum, hræðast hið ókunna og umvefja sig heimóttarlegum einangrunarhugmyndum í stað þess að taka heiminum opnum örmum og öllum þeim ólíku blæbrigðum sem mannkynið hefur uppá á að bjóða. Svo ættu menn nú líka að forðast í lengstu lög að leita leiðsagnar í innflytjendamálum til Danmerkur, eins og við höfum þegar gert alltof mikið af. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra hefur nefnilega tekist að breyta hinni frjálslyndu Danmörku í hálfgert fasistaríki og lokað landinu fyrir útlendingum með risastórum slagbrandi og þvergirðingu hringinn í kringum eyjarnar og hafna á milli. Annars er þetta nú kannski lítið skárra hér á Íslandi því eins og Danir höfum við reist allt of háan haftamúr, verkefnið er miklu heldur að opna landið, enda vantar okkur fleira fólk ef eitthvað er - ekki færra. Þeir örfáu sem inn hafa sloppið hafa auðgað landið okkar, til að mynda með seiðandi tónlist og dunandi dansi. Þá má nefna að Íslendingar fengu lítið annað en saltfisk að borða áður en miðbærinn fylltist af framandi veitingastöðum sem bjóða upp á taílenskar núðlur, spænska tapasrétti, tyrkneskt kebab, kínverskar risarækjur, mexíkóskt fajitas og japanskt sushi svo eitthvað sé nefnt. En kannski að lífið sé saltfiskur.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar