Auðmagn og mannauður 14. október 2004 00:01 Kennaraverkfallið - Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi Það þarf mannauð til að skapa auðmagn. Það þarf auðmagn til að skapa mannauð. Svo einfalt er það. Þeir sem setja auðmagnið ofar öllu öðru hafa þó augljóslega ekki séð það. Mannauður felst í viðhaldi og viðgangi hvers samfélags ásamt þeim siðferðilegu verðmætum sem felast í því að tryggja börnum öryggi, ábyrgð og vernd hinna fullorðnu. Þau eru forsenda fyrir ástundun, virðingu og heilbrigðum áhuga á viðfangsefnunum og bjartri framtíðarsýn. Mannauður verður ekki til úr kænsku einni eins og auðmagn sem getur orðið til úr samþjöppun, duldu tekjuráni og talnaleikjum. Þeir auðstofnar sem skapa verðmætin að baki mannauðnum er fjórþættur stofn foreldra, uppeldistétta og stjórnvalda hvers velferðarsamfélags. Þessir aðilar eru stofnar foreldraábyrgðarinnar, hver með sitt hlutverk. Það er skylda stjórnvalda að skapa foreldrum, sem mynda verðmætasprotann, og uppeldisstéttum sem þróa hann áfram, viðunandi aðstæður til að ávaxta þau verðmæti sem þeir fara með - fyrir einstakling og heild. Í samfélagi eins og hinu íslenska þar sem vinnuástundun karla og kvenna ásamt ásókn í menntun og altæk lífsgæði er með því allra hæsta í hinum vestræna heimi, eru hinir fullorðnu önnum kafnir, oftar og lengur en víðast hvar. Metnaður almennings kemur einnig fram í því að vilja eiga mörg börn og vilja velferð þeirra og hag sem mestan. Stjórnvöld fagna þessu í ræðu og riti, ekki síst á erlendum vettvangi. Á milli þess er óað og æjað yfir fíkniefnaneyslu og stjórnleysi barna og unglinga og fagfólk í félags- og heilbrigðisþjónustu rífur ráðþrota hár sitt yfir vaxandi fjölda barna með sífjölbreytilegri hegðunarvandkvæði og sjúkdómsgreiningar. Þróttmeiri hluti skólabarnanna fær sífellt minna af athygli þeirra og tíma. Það virðist gleymast að ekki er nóg að fæða börn. Það þarf líka að hlúa að þeim, leiðbeina og móta til þess að sjálfsmynd þeirra verði heilbrigð og traust þegar þau fullorðnast. Í öllum önnunum við að spenna boga og ná langt skapast hættuástand fyrir hið viðkvæma fjöregg þjóðarinnar: börnin sem veifa fánum á 17. júní, börnin sem syngja í kórum við opnun erlendra ráðstefna, börnin sem allar gjafirnar eru keyptar fyrir, börnin sem eru "framtíð Íslands". En börnin mótast ekki aðeins af því að þeim sé hampað á tyllidögum, af efnislegum aðbúnaði, af tölvum og tækifærum markaðarins. Þau mótast mest af fyrirmyndum í hegðun hinna fullorðnu "foreldrastofna". Af áðurnefndum fjórum stofnum foreldraábyrgðarinnar hvílir mest ábyrgð á stjórnvalds "foreldrinu", að tryggja öðrum foreldrastofnum afkomu, lífs- og starfsskilyrði, m.a. með markvissri fjölskyldu- og menntastefnu sem kemur í veg fyrir óþarfa glundroða og áföll í lífi barna. Sjö ára drengur sagði á dögunum áhyggjufullur við nýfráskilda móður sína sem glímdi við að finna honum verkefni og samastað í kennaraverkfallinu dögum saman: "En, mamma get ég ekki bara verið einn heima, horft á sjónvarpið og leikið í tölvunni þangað til þetta áfall er búið". Áhrifin af skilnaðaráfallinu í fjölskyldunni voru honum ofarlega í huga. Hvort tveggja, skilnaðaráfall foreldranna og verkfall kennara gegn stjórnvaldi hafði splundrað tilveru hans, búsetu, daglegu starfi og viðfangsefnum. Hann er þriðji aðili sem afleiðingarnar bitna á. Í hvorugu tilviki var hann upplýstur með skiljanlegu móti, hvað þá spurður álits eða tryggð vernd. Þetta sjö ára barn greindi ekki á milli áfalla eins og skilnaðar og verkfalls. Hvort tveggja er fyrir honum dæmi um að fullorðna fólkið á í óskiljanlegum átökum. Fullorðna fólkið axlar ekki ábyrgð. Fullorðna fólkið hefur ekki tök á tilveru sinni. Fullorðnum er ekki að treysta. Hvort tveggja dynur yfir og sviptir barnið öryggiskennd. Fótunum er kippt undan áreiðanleika í lífinu. Um leið fær barnið boð um að það sé leyfilegt að fara sínu fram og svíkjast undan skuldbindingum. Foreldravald sem afneitar ábyrgð sinni líkt og íslensk stjórnvöld gera nú er ekki aðeins slæm fyrirmynd. Það spillir verðmætum góðs uppeldis og rýrir traust og virðingu barnsins fyrir hinum fullorðnu - nær og fjær. Í löndum eins og Írak, Afganistan, Ísrael og Palestínu er heldur ekki spurt um þær ógnarafleyðingar sem ábyrgðarleysi, valdaþorsti og misreiknuð hagsmunaátök hinna fullorðu hafa fyrir uppvaxandi kynslóð - þeas þann hluta hennar sem yfirleitt vex upp. Á Íslandi eru börnin ekki (andlega, líkamlega og tilfinningalega) svelt eða særð til dauða eins og í stríðsþjáðum löndum en hunsun stjórnvalda á öryggi þeirra og ábyrgðarleysi um framtíðavelferð þeirra er sameiginleg. Tony Blair, forsætisráðherra Breta sem eiga aðild að helför okkar tíma, fær að minnsta kosti hjartsláttartruflanir, og Bush á það til að missa minnið, en valdhafar á Íslandi blikka ekki auga og segja harða deilu stjórnvalda og mikilvægustu uppeldisstéttarinnar ekki koma sér við. Viðbragðið líkist frumstæðu varnarviðbragði, "það er hinum að kenna", rétt eins og í sandkassanum. Það átakanlega og mótsagnakennda við þessa deilu er að hér er ekki tekist á um valdaleysi og skort. Hér er tekist á um hver hafi mest völd til að (mis)beita og hvernig megi halda fastast um sameiginlega pyngju sem nóg er til í. Fjármálaráðherra lýsir yfir (áætluðum) afgangi svo milljörðum nemur í fjárlagagerð ríkisins. Samtímis er fagstéttum uppeldisgreina og menntastofnunum ekki séð fyrir lágmarksfjármagni til að geta rækt sín störf til að skapa þann mannauð sem mestu skilar, en verstu veldur ef ekki tekst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Kennaraverkfallið - Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi Það þarf mannauð til að skapa auðmagn. Það þarf auðmagn til að skapa mannauð. Svo einfalt er það. Þeir sem setja auðmagnið ofar öllu öðru hafa þó augljóslega ekki séð það. Mannauður felst í viðhaldi og viðgangi hvers samfélags ásamt þeim siðferðilegu verðmætum sem felast í því að tryggja börnum öryggi, ábyrgð og vernd hinna fullorðnu. Þau eru forsenda fyrir ástundun, virðingu og heilbrigðum áhuga á viðfangsefnunum og bjartri framtíðarsýn. Mannauður verður ekki til úr kænsku einni eins og auðmagn sem getur orðið til úr samþjöppun, duldu tekjuráni og talnaleikjum. Þeir auðstofnar sem skapa verðmætin að baki mannauðnum er fjórþættur stofn foreldra, uppeldistétta og stjórnvalda hvers velferðarsamfélags. Þessir aðilar eru stofnar foreldraábyrgðarinnar, hver með sitt hlutverk. Það er skylda stjórnvalda að skapa foreldrum, sem mynda verðmætasprotann, og uppeldisstéttum sem þróa hann áfram, viðunandi aðstæður til að ávaxta þau verðmæti sem þeir fara með - fyrir einstakling og heild. Í samfélagi eins og hinu íslenska þar sem vinnuástundun karla og kvenna ásamt ásókn í menntun og altæk lífsgæði er með því allra hæsta í hinum vestræna heimi, eru hinir fullorðnu önnum kafnir, oftar og lengur en víðast hvar. Metnaður almennings kemur einnig fram í því að vilja eiga mörg börn og vilja velferð þeirra og hag sem mestan. Stjórnvöld fagna þessu í ræðu og riti, ekki síst á erlendum vettvangi. Á milli þess er óað og æjað yfir fíkniefnaneyslu og stjórnleysi barna og unglinga og fagfólk í félags- og heilbrigðisþjónustu rífur ráðþrota hár sitt yfir vaxandi fjölda barna með sífjölbreytilegri hegðunarvandkvæði og sjúkdómsgreiningar. Þróttmeiri hluti skólabarnanna fær sífellt minna af athygli þeirra og tíma. Það virðist gleymast að ekki er nóg að fæða börn. Það þarf líka að hlúa að þeim, leiðbeina og móta til þess að sjálfsmynd þeirra verði heilbrigð og traust þegar þau fullorðnast. Í öllum önnunum við að spenna boga og ná langt skapast hættuástand fyrir hið viðkvæma fjöregg þjóðarinnar: börnin sem veifa fánum á 17. júní, börnin sem syngja í kórum við opnun erlendra ráðstefna, börnin sem allar gjafirnar eru keyptar fyrir, börnin sem eru "framtíð Íslands". En börnin mótast ekki aðeins af því að þeim sé hampað á tyllidögum, af efnislegum aðbúnaði, af tölvum og tækifærum markaðarins. Þau mótast mest af fyrirmyndum í hegðun hinna fullorðnu "foreldrastofna". Af áðurnefndum fjórum stofnum foreldraábyrgðarinnar hvílir mest ábyrgð á stjórnvalds "foreldrinu", að tryggja öðrum foreldrastofnum afkomu, lífs- og starfsskilyrði, m.a. með markvissri fjölskyldu- og menntastefnu sem kemur í veg fyrir óþarfa glundroða og áföll í lífi barna. Sjö ára drengur sagði á dögunum áhyggjufullur við nýfráskilda móður sína sem glímdi við að finna honum verkefni og samastað í kennaraverkfallinu dögum saman: "En, mamma get ég ekki bara verið einn heima, horft á sjónvarpið og leikið í tölvunni þangað til þetta áfall er búið". Áhrifin af skilnaðaráfallinu í fjölskyldunni voru honum ofarlega í huga. Hvort tveggja, skilnaðaráfall foreldranna og verkfall kennara gegn stjórnvaldi hafði splundrað tilveru hans, búsetu, daglegu starfi og viðfangsefnum. Hann er þriðji aðili sem afleiðingarnar bitna á. Í hvorugu tilviki var hann upplýstur með skiljanlegu móti, hvað þá spurður álits eða tryggð vernd. Þetta sjö ára barn greindi ekki á milli áfalla eins og skilnaðar og verkfalls. Hvort tveggja er fyrir honum dæmi um að fullorðna fólkið á í óskiljanlegum átökum. Fullorðna fólkið axlar ekki ábyrgð. Fullorðna fólkið hefur ekki tök á tilveru sinni. Fullorðnum er ekki að treysta. Hvort tveggja dynur yfir og sviptir barnið öryggiskennd. Fótunum er kippt undan áreiðanleika í lífinu. Um leið fær barnið boð um að það sé leyfilegt að fara sínu fram og svíkjast undan skuldbindingum. Foreldravald sem afneitar ábyrgð sinni líkt og íslensk stjórnvöld gera nú er ekki aðeins slæm fyrirmynd. Það spillir verðmætum góðs uppeldis og rýrir traust og virðingu barnsins fyrir hinum fullorðnu - nær og fjær. Í löndum eins og Írak, Afganistan, Ísrael og Palestínu er heldur ekki spurt um þær ógnarafleyðingar sem ábyrgðarleysi, valdaþorsti og misreiknuð hagsmunaátök hinna fullorðu hafa fyrir uppvaxandi kynslóð - þeas þann hluta hennar sem yfirleitt vex upp. Á Íslandi eru börnin ekki (andlega, líkamlega og tilfinningalega) svelt eða særð til dauða eins og í stríðsþjáðum löndum en hunsun stjórnvalda á öryggi þeirra og ábyrgðarleysi um framtíðavelferð þeirra er sameiginleg. Tony Blair, forsætisráðherra Breta sem eiga aðild að helför okkar tíma, fær að minnsta kosti hjartsláttartruflanir, og Bush á það til að missa minnið, en valdhafar á Íslandi blikka ekki auga og segja harða deilu stjórnvalda og mikilvægustu uppeldisstéttarinnar ekki koma sér við. Viðbragðið líkist frumstæðu varnarviðbragði, "það er hinum að kenna", rétt eins og í sandkassanum. Það átakanlega og mótsagnakennda við þessa deilu er að hér er ekki tekist á um valdaleysi og skort. Hér er tekist á um hver hafi mest völd til að (mis)beita og hvernig megi halda fastast um sameiginlega pyngju sem nóg er til í. Fjármálaráðherra lýsir yfir (áætluðum) afgangi svo milljörðum nemur í fjárlagagerð ríkisins. Samtímis er fagstéttum uppeldisgreina og menntastofnunum ekki séð fyrir lágmarksfjármagni til að geta rækt sín störf til að skapa þann mannauð sem mestu skilar, en verstu veldur ef ekki tekst.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar