Sport

Leið hræðilega eftir leikinn

"Mér líður hræðilega og veit ekki hvort ég er að koma eða fara," sagði örþreyttur Hermann Hreiðarsson eftir leikinn við Svíþjóð. Líkt og flestir aðrir leikmenn liðsins stoppaði Hermann ekki allan leikinn en það dugði skammt gegn frísku liði Svía. "Þetta var hræðilegt vegna þess að við vorum að komast inn í leikinn og öðlast sjálfstraust þegar þeir skora fyrsta markið sitt. Þá hrundi þetta hjá okkur um tíma og við komumst í raun aldrei inn í leikinn aftur. Ég er mjög svekktur því við vorum allir af vilja gerðir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×