Sport

Spiluðum mjög vel

"Við vorum að spila þennan leik mjög vel fyrsta hálfleikinn og íslenska vörnin hafði ekkert í okkur að segja á tímabili," sagði Henrik Larsson, framherji Svíanna og leikmaður Barcelona á Spáni. Hann skoraði tvö af þeim fjórum mörkum sem Ísland fékk á sig og var býsna sáttur eftir leikinn. "Það er ekki annað hægt. Þessi stórsigur var þvert á það sem við áttum von á þegar leikurinn hófst og um góð þrjú stig að ræða á útivelli. Hvað Íslendingana varðar get ég aðeins sagt að þeir spiluðu langt undir því sem við bjuggumst við enda hefur fortíðin sýnt að hér á Íslandi hefur verið erfitt að spila gegnum tíðina."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×