Sport

Rodman segist frjálslegur í fasi

Körfuknattleikskappinn Dennis Rodman, sem er orðinn 43 ára gamall, hefur mikinn áhuga á því að spila á nýjan leik í NBA-deildinni í körfubolta. Rodman hefur þó áhyggjur af því að orðstír hans eyðileggi fyrir honum því hann hefur löngum haft orð á sér fyrir að vera vandræðabarn innan vallar sem utan. "Allir halda að það sé ekki hægt að þjálfa mig og ég skil ekki hvers vegna. Ég er bara frjálslegur í fasi og hegðun," sagði Rodman sem spilaði síðast með Dallas Mavericks árið 2000 en dvöl hans hjá félaginu stóð yfir í heila 29 daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×