Sport

Aragones sér eftir umælum sínum

Luis Aragones, þjálfari spænska landsliðsins í knattspyrnu, er tilbúinn að biðja Thierry Henry hjá Arsenal afsökunar á ummælum sínum á dögunum. Þjálfarinn lét hafa eftir sér miður falleg orð um litarhátt Henrys og segist sjá eftir athæfinu. "Ef þörf krefur er ég tilbúinn að gera mér ferð til London til að gera upp málið," sagði Aragones. Aragones fullyrðir að hann hafi notað þessi sterku orð til að hvetja Jose Reyes við æfingar hjá spænska landsliðinu. "Ég vil ekki Reyes bíði álitshnekki vegna minna vinnubragða. Ég hef hlotið ósanngjarna útreið á Englandi. Þeir skilja ekki aðferðir mínar þar," sagði Aragones og bætti við að hann hefði sagt þetta meira í gríni en alvöru. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið hörð viðbrögð í knattspyrnuheiminum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×