Sport

Yao Ming leikur í Kína

Yao Ming og lið hans, Houston Rockets, leika tvo sýningaleiki gegn Sacramento Kings í Kína, heimalandi Mings. Ming sagði á blaðamannafundi að hann væri hæstánægður með að vera kominn til síns heima en fyrri leikurinn fer fram í Shanghai þar sem Ming hóf feril sinn. "Ég hef mestar áhyggjur af því að senda boltann óvart til Liu Wei, sem leikur með Kings," sagði Ming en þeir leika saman í kínverska landsliðinu. Fyrri leikurinn fer fram í Shanghai annað kvöld en seinni leikurinn er á sunnudag í Beijing.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×