Sport

Woodgate sleppur við skurðaðgerð

Jonathan Woodgate, varnarmaður Real Madrid, er dauðfeginn að þurfa ekki að fara í skurðaðgerð vegna langvarandi meiðsla á læri. "Mig langar að spila sem fyrst og mér skilst að það verði fyrr en við vonuðumst eftir," sagði Woodgate. "Það er alltaf betra að sleppa við skurðaðgerð og þetta eru því frábærar fréttir fyrir mig." Woodgate var keyptur frá Newcastle United fyrir 20 milljónir evra fyrir komandi tímabil. Hann hefur enn ekki fengið að spreyta sig með liði Real Madrid.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×