Sport

200 NHL-leikmenn til Evrópu

Það hvorki gengur né rekur í NHL-deilunni í Bandaríkjunum. Eigendur NHL-liða hafa farið fram á launalækkun leikmanna til að reksturinn geti orðið arðbær á ný. Þetta hefur orðið til þess að leikmenn hafa flúið umvörpum til Evrópu og eru nú 200 leikmenn búnir að gera samninga við lið í Evrópu. Ekki er útséð hvenær samningar nást og leikbannið tekur enda en báðir aðilar eru staðráðnir í að halda sínu markmiði til streitu. Íshokkíunnendur vestra gætu því horft fram á gúrkutíð vel fram á næsta ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×