Sport

Argentína vanmetur ekki Chile

Argentínumenn eru staðráðnir í að vanmeta ekki lið Chilemanna en liðin mætast í undankeppni HM í Santiago í kvöld. Þrátt fyrir að Argentína hafi aldrei tapað fyrir Chile eiga leikmenn liðsins von á erfiðum leik. "Chile er erfitt lið heim að sækja og við verðum að mæta vel stemmdir og leika vel," sagði Argentínumaðurinn Javier Zanetti. Lið Chile er undir mikilli pressu að vinna leikinn þar sem fyrstu þrír leikir undankeppninnar hafa tapast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×