Sport

Beckham fékk spjaldið viljandi

Knattspyrnugoðið og tískutröllið David Beckham segist hafa nælt sér vísvitandi í gult spjald í landsleik Englendinga gegn Wales um helgina. Beckham meiddist sem kunnugt er í leiknum og verður frá í nokkrar vikur. Hann segist strax hafa vitað að hann gæti ekki spilað á miðvikudaginn og því hafi hann ákveðið að næla sér í sitt annað gula spjald í undankeppni HM 2006, til þess að taka út leikbannið í leik sem hann hvort eð væri gæti ekki spilað. Backham segist átta sig á því að margir efist eflaust um að hann sé nógu greindur til þess að hugsa svo langt fram í tímann, en það sé hann nú engu að síður, enda hafi hann gert þetta áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×