Fljúgandi start Fjölnis 11. október 2004 00:01 Fyrsta umferð Intersportdeildarinnar í körfubolta fór fram í síðustu viku. Strax í byrjun gaf að líta spennandi viðureignir á borð við Grindavík gegn Snæfelli auk þess sem nýliðar Fjölnis byrjuðu deildina vel á góðum sigri á heimavelli. Fréttablaðið setti sig í samband við Friðrik Inga Rúnarsson en hann tók sér frí frá körfuknattleik þetta árið og getur því fylgst hlutlaust með gangi mála. "Mér finnst þessi byrjun í anda þess sem ég hafði spáð fyrir. Þau lið sem ég hafði spáð í efri kantinum unnu öll," sagði Friðrik Ingi. "Að vísu voru tvær viðureignir þar sem erfitt var að sjá fyrir hvernig færi. Sigur Fjölnis á Haukum kom mér ekki á óvart þar sem ég átti allt eins von á að liðið myndi vinna Haukamenn. Þetta er fljúgandi start fyrir Fjölni á sínu fyrsta ári í Intersportdeildinni." @.mfyr:Snæfell á mikið inni @megin:Að sögn Friðriks Inga, sem var viðstaddur leik Grindavíkur og Snæfells, var þó nokkur haustbragur á leik liðsins. "Það er reyndar ekki við öðru að búast svona í byrjun. Snæfell fékk Pálma og Magna sem eru vanir að vera lykilmenn í sínum liðum og leika 35 mínútur í leik. Núna eru þeir í liði þar sem þeir þurfa að deila tímanum sínum með mönnum á borð við Sigga Þorvalds og Hlyn. Þetta tekur bara smátíma og þeir eiga helling inni. Væntingarnar til Snæfellinga eru öðruvísi. Það er miklu sjáanlegra núna þegar þeir tapa eða þegar þeir eru ekki að spila eins og þeir gerðu lungann úr síðasta vetri. Sigurlíkurnar voru meiri hjá Grindvíkingum af því að þeir voru á sínum heimavelli." @.mfyr:Eftir bókinni @megin:"Aðrir leikir fóru svona eins ég bjóst við. Ég bjóst við að Skallagrímur myndi vinna leiki á sínum heimavelli og liðið gerði það gegn ÍR í framlengingu. Frábær byrjun þar. Svo vinnur KR Hamar/Selfoss sem í sjálfu sér kom ekki á óvart. Hamar/Selfoss að spila í fyrsta sinn og ég talaði að vísu um að liðið myndi vinna stærri liðin á heimavelli eins og hefur alltaf gerst í gegnum árin. Hugsanlega er liðið ekki alveg jafn vel mannað svona í fyrsta kastinu eins og verið hefur undanfarin ár, breiddin er aðeins minni. Ég hef að vísu ekki séð annan útlendinginn en Chris Woods er góður leikmaður." @.mfyr:Bikarinn illa tímasettur @megin:"Það pirrar mig svolítið að hópbílabikarleikurinn sé spilaður svona snemma. Ég held að það þyrfti kannski að endurskoða það að hafa hann strax á eftir fyrstu umferð. Það eyðileggur svolítið startið á deildinni. Núna er ég fyrir utan þetta og þá er ég kannski í betri aðstöðu til að dæma þetta frá þessari hlið. Mér finnst þetta ekki sniðugt. Eftir fyrstu umferðina koma allt í einu tveir leikir, margir hverjir algerlega einskis nýtir vegna þess að munurinn er svo gríðarlega mikill milli svo margra liða. Mér finnst þetta skemma þetta start sem þarf að vera í boltanum. Það þyrfti kannski að skoða þetta mál aðeins betur. Annars sé ég fram á mjög skemmtilegt mót," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson körfuboltaspekingur. smari@frettabladid.is Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
Fyrsta umferð Intersportdeildarinnar í körfubolta fór fram í síðustu viku. Strax í byrjun gaf að líta spennandi viðureignir á borð við Grindavík gegn Snæfelli auk þess sem nýliðar Fjölnis byrjuðu deildina vel á góðum sigri á heimavelli. Fréttablaðið setti sig í samband við Friðrik Inga Rúnarsson en hann tók sér frí frá körfuknattleik þetta árið og getur því fylgst hlutlaust með gangi mála. "Mér finnst þessi byrjun í anda þess sem ég hafði spáð fyrir. Þau lið sem ég hafði spáð í efri kantinum unnu öll," sagði Friðrik Ingi. "Að vísu voru tvær viðureignir þar sem erfitt var að sjá fyrir hvernig færi. Sigur Fjölnis á Haukum kom mér ekki á óvart þar sem ég átti allt eins von á að liðið myndi vinna Haukamenn. Þetta er fljúgandi start fyrir Fjölni á sínu fyrsta ári í Intersportdeildinni." @.mfyr:Snæfell á mikið inni @megin:Að sögn Friðriks Inga, sem var viðstaddur leik Grindavíkur og Snæfells, var þó nokkur haustbragur á leik liðsins. "Það er reyndar ekki við öðru að búast svona í byrjun. Snæfell fékk Pálma og Magna sem eru vanir að vera lykilmenn í sínum liðum og leika 35 mínútur í leik. Núna eru þeir í liði þar sem þeir þurfa að deila tímanum sínum með mönnum á borð við Sigga Þorvalds og Hlyn. Þetta tekur bara smátíma og þeir eiga helling inni. Væntingarnar til Snæfellinga eru öðruvísi. Það er miklu sjáanlegra núna þegar þeir tapa eða þegar þeir eru ekki að spila eins og þeir gerðu lungann úr síðasta vetri. Sigurlíkurnar voru meiri hjá Grindvíkingum af því að þeir voru á sínum heimavelli." @.mfyr:Eftir bókinni @megin:"Aðrir leikir fóru svona eins ég bjóst við. Ég bjóst við að Skallagrímur myndi vinna leiki á sínum heimavelli og liðið gerði það gegn ÍR í framlengingu. Frábær byrjun þar. Svo vinnur KR Hamar/Selfoss sem í sjálfu sér kom ekki á óvart. Hamar/Selfoss að spila í fyrsta sinn og ég talaði að vísu um að liðið myndi vinna stærri liðin á heimavelli eins og hefur alltaf gerst í gegnum árin. Hugsanlega er liðið ekki alveg jafn vel mannað svona í fyrsta kastinu eins og verið hefur undanfarin ár, breiddin er aðeins minni. Ég hef að vísu ekki séð annan útlendinginn en Chris Woods er góður leikmaður." @.mfyr:Bikarinn illa tímasettur @megin:"Það pirrar mig svolítið að hópbílabikarleikurinn sé spilaður svona snemma. Ég held að það þyrfti kannski að endurskoða það að hafa hann strax á eftir fyrstu umferð. Það eyðileggur svolítið startið á deildinni. Núna er ég fyrir utan þetta og þá er ég kannski í betri aðstöðu til að dæma þetta frá þessari hlið. Mér finnst þetta ekki sniðugt. Eftir fyrstu umferðina koma allt í einu tveir leikir, margir hverjir algerlega einskis nýtir vegna þess að munurinn er svo gríðarlega mikill milli svo margra liða. Mér finnst þetta skemma þetta start sem þarf að vera í boltanum. Það þyrfti kannski að skoða þetta mál aðeins betur. Annars sé ég fram á mjög skemmtilegt mót," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson körfuboltaspekingur. smari@frettabladid.is
Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira