Sport

Sterkir með stórt hjarta

Henrik Larsson, leikmaður sænska landsliðsins, segir íslenska landsliðið vera verðugan andstæðing. "Það eru einna helst aðstæðurnar sem geta strítt okkur ef það verður of hvasst eða kalt," sagði Henrik Larsson. "Íslendingar eru með sterkan heimavöll og áhorfendur þeirra geta verið háværir með eindæmum og styðja vel við bakið á sínu liði. Íslensku leikmennirnir eru líkamlega sterkir og með stórt hjarta. Þeir vilja vinna allt, það er myndin sem ég fæ af Íslendingum. Þó svo að viðureignir þessara liða við Möltu hafi verið mjög ólíkar, við vinnum með sjö mörkum en þeir gera jafntefli, þá verður þetta samt sem áður mjög erfiður leikur. Þeir eru með atvinnumenn bæði í Þýskalandi og Englandi og við getum ekki annað en borið virðingu fyrir íslenska liðinu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×