Sport

Leikum alltaf okkar leik

Lars Lagerbäck, þjálfari Svía, sagði sína menn þurfa á einbeitingu sinni að halda fyrir leikinn annað kvöld. "Íslendingar voru óheppnir gegn Möltumönnum. Þeir sköpuðu töluvert af færum í leiknum en náðu ekki að nýta þau. Við leikum alltaf okkar leik, alveg sama hverjum við mætum, og svo reynum við að tína fram alls kyns taktík gagnvart andstæðingunum sem hentar hverju sinni. Ég mun taka lokaákvörðun með það á æfingunni í dag. Mínir menn þekkja ágætlega til andstæðinganna og þá sérstaklega Eiðs Smára, sem er einna hættulegastur. Við munum leggja ríka áherslu á að stöðva hann," sagði Lars Lagerbäck.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×