Skuldum þjóðinni að gera betur 11. október 2004 00:01 "Allir leikmenn liðsins gera sér grein fyrir að liðið hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar hafa verið," segir Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Framundan er erfiður leikur við Svía á morgun en íslenska liðið er sem stendur á botni áttunda riðils ásamt Möltu og þörfin orðin afar brýn að ná í stig ætli liðið sér að taka þátt í toppbaráttunni í riðlinum.Mikið í húfi gegn SvíumEiður er sjálfur bjartsýnn fyrir leikinn og á ekki von á að óvænt úrslitin úr leiknum við Möltu sitji í leikmönnum en fyrirfram var lagt upp með að næla í þrjú stig í þeim leik. "Það eina sem hægt er að gera þegar úrslit eru ekki að falla eins og best verður á kosið er að að gleyma leiknum og horfa fram á veg. Það er meðal annars mitt hlutverk sem fyrirliða að sjá til þess að aðrir leikmenn séu ekki að eyða of miklum tíma í fortíðina. Mér finnst persónulega að það hafi tekist enda eru allir leikmenn liðsins og þjálfarar sér vitandi um að við skuldum íslensku þjóðinni að við gerum betur og það munum við sannarlega reyna gegn Svíum. VIð komum til með að bíða okkar færis í leiknum. Svíar hafa á mörgum frábærum leikmönnum að halda og stigsmunur á þeirra liði og því íslenska og því finnst mér líklegt að við höldum okkur til baka og beitum skyndisóknum. Við verðum dýrvitlausir í leiknum því fyrir utan mikilvægi leiksins í riðlinum þá er þarna að auki um að ræða aðra norðurlandaþjóð þannig að heiðurinn og stoltið er meira í húfi en ella. Við skuldum okkur sjálfum, Ásgeiri og Loga og þjóðinni allri að spila af okkar allra bestu getu þannig að hvernig sem leikurinn endar þá getum við borið höfuðið hátt. Fyrir utan leikinn gegn Ítalíu höfum við sem lið að undanförnu ekki sýnt hvað í okkur býr og því ætlum við að breyta á morgun. Gengi landsliðsinsFlestir knattspyrnuáhugamenn eru sammála um að íslenska landsliðið hafi staðið sig dapurlega síðustu misseri en fyrir leikinn gegn Möltu hafi liðið fallið um 30 sæti á árinu á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Fyrir utan vináttuleikinn gegn Ítalíu sem vannst 2 - 0 hefur liðið ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum um tíma. Eiður segir það klisjukennt en engu að síður staðreynd að íslenskir áhugamenn fari á stundum offari í gagnrýni sinni á liðið. "Það virðast margir vera fljótir að gleyma því að yfirleitt erum við að berjast við þjóðir sem eru margfalt stærri en Ísland og hafa ríka hefð fyrir knattspyrnu. Þjóðir eins og Búlgaría og Ungverjaland hafa leikmenn innan sinna raða sem hafa spilað sem atvinnumenn í langan tíma. Markmiðið er sett mjög hátt og auðvitað stendur hugur til að vinna alla leiki en það er stundum of mikil bjartsýni." Hvað fór úrskeiðis gegn MöltuHvað varðar úrslitin gegn Möltu sem vægast sagt settu markmið Íslands í riðlinum í uppnám segir Eiður að barátta Möltu hafi vissulega komið á óvart. "Ég held að tímasetning hafi verið afar óheppileg fyrir okkur. Lið Möltu hafði tapað síðasta leik sínum fyrir Svíum með sjö mörkum og dagskipunin hjá þeim var einfaldlega að koma í veg fyrir að slíkt ætti sér stað aftur. Það var alveg sama hvað við reyndum að þeir voru öllum stundum með hálft liðið í vörn og börðust eins og ljón, Auðvitað má segja að það hafi verið fyrirsjáanlegt en án þess að ég ætli að afsaka okkur í þeim leik þá vitum við ósköp vel að við stóðum okkur ekki nógu vel. Það á við um leikmenn og þjálfara. Reyndin er sú að hvort sem um er að ræða hrós eða gagnrýni þá tökum við slíkt sem hópur og sú gagnrýni á Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson sem verið hefur uppi á jafn mikið við um okkur leikmennina. Ásgeir og Logi eiga minn fulla stuðning og það sama gildir um aðra leikmenn liðsins. Þeir hafa báðir sinnt sínum störfum fullkomlega." Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
"Allir leikmenn liðsins gera sér grein fyrir að liðið hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar hafa verið," segir Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Framundan er erfiður leikur við Svía á morgun en íslenska liðið er sem stendur á botni áttunda riðils ásamt Möltu og þörfin orðin afar brýn að ná í stig ætli liðið sér að taka þátt í toppbaráttunni í riðlinum.Mikið í húfi gegn SvíumEiður er sjálfur bjartsýnn fyrir leikinn og á ekki von á að óvænt úrslitin úr leiknum við Möltu sitji í leikmönnum en fyrirfram var lagt upp með að næla í þrjú stig í þeim leik. "Það eina sem hægt er að gera þegar úrslit eru ekki að falla eins og best verður á kosið er að að gleyma leiknum og horfa fram á veg. Það er meðal annars mitt hlutverk sem fyrirliða að sjá til þess að aðrir leikmenn séu ekki að eyða of miklum tíma í fortíðina. Mér finnst persónulega að það hafi tekist enda eru allir leikmenn liðsins og þjálfarar sér vitandi um að við skuldum íslensku þjóðinni að við gerum betur og það munum við sannarlega reyna gegn Svíum. VIð komum til með að bíða okkar færis í leiknum. Svíar hafa á mörgum frábærum leikmönnum að halda og stigsmunur á þeirra liði og því íslenska og því finnst mér líklegt að við höldum okkur til baka og beitum skyndisóknum. Við verðum dýrvitlausir í leiknum því fyrir utan mikilvægi leiksins í riðlinum þá er þarna að auki um að ræða aðra norðurlandaþjóð þannig að heiðurinn og stoltið er meira í húfi en ella. Við skuldum okkur sjálfum, Ásgeiri og Loga og þjóðinni allri að spila af okkar allra bestu getu þannig að hvernig sem leikurinn endar þá getum við borið höfuðið hátt. Fyrir utan leikinn gegn Ítalíu höfum við sem lið að undanförnu ekki sýnt hvað í okkur býr og því ætlum við að breyta á morgun. Gengi landsliðsinsFlestir knattspyrnuáhugamenn eru sammála um að íslenska landsliðið hafi staðið sig dapurlega síðustu misseri en fyrir leikinn gegn Möltu hafi liðið fallið um 30 sæti á árinu á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Fyrir utan vináttuleikinn gegn Ítalíu sem vannst 2 - 0 hefur liðið ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum um tíma. Eiður segir það klisjukennt en engu að síður staðreynd að íslenskir áhugamenn fari á stundum offari í gagnrýni sinni á liðið. "Það virðast margir vera fljótir að gleyma því að yfirleitt erum við að berjast við þjóðir sem eru margfalt stærri en Ísland og hafa ríka hefð fyrir knattspyrnu. Þjóðir eins og Búlgaría og Ungverjaland hafa leikmenn innan sinna raða sem hafa spilað sem atvinnumenn í langan tíma. Markmiðið er sett mjög hátt og auðvitað stendur hugur til að vinna alla leiki en það er stundum of mikil bjartsýni." Hvað fór úrskeiðis gegn MöltuHvað varðar úrslitin gegn Möltu sem vægast sagt settu markmið Íslands í riðlinum í uppnám segir Eiður að barátta Möltu hafi vissulega komið á óvart. "Ég held að tímasetning hafi verið afar óheppileg fyrir okkur. Lið Möltu hafði tapað síðasta leik sínum fyrir Svíum með sjö mörkum og dagskipunin hjá þeim var einfaldlega að koma í veg fyrir að slíkt ætti sér stað aftur. Það var alveg sama hvað við reyndum að þeir voru öllum stundum með hálft liðið í vörn og börðust eins og ljón, Auðvitað má segja að það hafi verið fyrirsjáanlegt en án þess að ég ætli að afsaka okkur í þeim leik þá vitum við ósköp vel að við stóðum okkur ekki nógu vel. Það á við um leikmenn og þjálfara. Reyndin er sú að hvort sem um er að ræða hrós eða gagnrýni þá tökum við slíkt sem hópur og sú gagnrýni á Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson sem verið hefur uppi á jafn mikið við um okkur leikmennina. Ásgeir og Logi eiga minn fulla stuðning og það sama gildir um aðra leikmenn liðsins. Þeir hafa báðir sinnt sínum störfum fullkomlega."
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira