Fyrir viðskiptavininn 10. október 2004 00:01 Sæll Egill Ég las grein þína Hvarf litla mannsins sem birtist í DV 25. sept síðastliðinn á Vísi.is rétt áðan og finnst skrýtið hvernig þú dregur upp englamynd smákaupmannsins á horninu á kostnað stórkaupmannsins í súpermarkaðnum, segjandi að smákaupmaðurinn sé góð sál sem hugsar um viðskiptavini sína á meðan súpermarkaðurinn (þú minnist ekki á eigendurna) sé vont fyrirbæri sem færi störf úr landi og hafi bara vond áhrif á samfélagið. Ég er nú ekki tilbúinn að kaupa þetta þar sem t.d. stofnendur stærstu verslanakeðja á Íslandi, Pálmi í Hagkaup og Jóhannes í Bónus eru einmitt í hópi dáðustu manna samfélagsins fyrr og síðar útaf því hvað þeir gerðu mikið fyrir viðskiptavina sína. Jú, þeir kannski báru og bera enn ábyrgð á því að störf hafa flust úr landi en vöruverð hefur lækkað út á það. Fyrir viðskiptavininn. Sam Walton var einnig mjög dáður kaupmaður sem innleiddi nýja stefnu í magninnkaupum og afsláttarverslun. Jú, hann græddi fullt á því, en neytandinn græddi líka og féll vel við Walton fyrir vikið. Wal Mart er stærsta fyrirtæki í heiminum og eitt það umdeildasta vegna aðferða sinna í viðskiptum. En það býður upp á lægsta vöruverðið. Fyrir viðskiptavininn. Smákaupmennirnir á horninu eru ágætiskaupmenn og sinna starfi sínu vel, sérstaklega þeir sem ennþá tóra í bullandi samkeppni. En þeir eru ekki þeir einu sem er góðir kaupmenn, verslunarstjórar stóru keðjanna eru oft á tíðum miklir kaupmenn og prýðismenn sem hugsa vel um sína viðskiptavini sína þó svo að þeir eigi ekki verslunina sjálfir. Og eigendurnir eru ekkert síðri. Og þá kemur að bílaborginni Reykjavík. Ég túlka það á skrifum þínum að það sé Kringlunni og Smáralind að kenna eða einkaframtakinu. Það er að sjálfsögðu rétt að miðborgarbragurinn hefur breyst á undanförnum árum en ég hafna því algjörlega að það sé stóru verslunarmiðstöðvunum að kenna. Það var sagt að þegar Kringlan opnaði þá myndi verslun á Laugaveginum leggjast niður. Verslun á Laugavegi þreifst vel þangað til að Smáralindin opnaði en þá var fyllyrt að verslun á Laugavegi myndi leggjast niður. Hún lagðist þó ekki niður en hefur átt undir högg að sækja. En er það eigendum verslunarmiðstöðvana að kenna? Er það þá ekki frekar borgaryfirvöldum að kenna? Byggðin er náttúrlega fáránlega dreifð og uppbygging hefur verið lítil í miðbænum nema fyrir skrifstofur hins opinbera. Er það rétt að eyða dýrmætum stöðum eins og Héraðsdómshúsinu eða Hafnarhúsinu í skrifstofur fyrir hið opinbera? Ég hef alltaf séð fyrir mér Héraðsdómshúsið sem high end magasín eins og Magasin du Nord, Illum eða Harvey Nicholson. Væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Gera Austurstræti að göngugötu aftur, væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Einkaaðilar gætu unnið þetta í samvinnu og komið með peninga inní batteríð. Vissirðu að það kostar 12 þúsund krónur á dag í leyfisgjöld til að fá að setja upp sölubás á Lækjartorgi og selja lopapeysur eða tálgaða lunda og það er bara leyft um helgar! Margt er hægt að gera fyrir miðborgina okkar en ég held að staða hennar í dag sé ekki stórmörkuðunum að kenna. Vandinn liggur hjá borgaryfirvöldum, þeir verða að gera miðborgina meira aðlaðandi fyrir einkaframtakið. Með bestu kveðju og þökk fyrir prýðisþátt og vefsíðu Sigurður Sigurbjörnsson sps1@hradbraut.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég las grein þína Hvarf litla mannsins sem birtist í DV 25. sept síðastliðinn á Vísi.is rétt áðan og finnst skrýtið hvernig þú dregur upp englamynd smákaupmannsins á horninu á kostnað stórkaupmannsins í súpermarkaðnum, segjandi að smákaupmaðurinn sé góð sál sem hugsar um viðskiptavini sína á meðan súpermarkaðurinn (þú minnist ekki á eigendurna) sé vont fyrirbæri sem færi störf úr landi og hafi bara vond áhrif á samfélagið. Ég er nú ekki tilbúinn að kaupa þetta þar sem t.d. stofnendur stærstu verslanakeðja á Íslandi, Pálmi í Hagkaup og Jóhannes í Bónus eru einmitt í hópi dáðustu manna samfélagsins fyrr og síðar útaf því hvað þeir gerðu mikið fyrir viðskiptavina sína. Jú, þeir kannski báru og bera enn ábyrgð á því að störf hafa flust úr landi en vöruverð hefur lækkað út á það. Fyrir viðskiptavininn. Sam Walton var einnig mjög dáður kaupmaður sem innleiddi nýja stefnu í magninnkaupum og afsláttarverslun. Jú, hann græddi fullt á því, en neytandinn græddi líka og féll vel við Walton fyrir vikið. Wal Mart er stærsta fyrirtæki í heiminum og eitt það umdeildasta vegna aðferða sinna í viðskiptum. En það býður upp á lægsta vöruverðið. Fyrir viðskiptavininn. Smákaupmennirnir á horninu eru ágætiskaupmenn og sinna starfi sínu vel, sérstaklega þeir sem ennþá tóra í bullandi samkeppni. En þeir eru ekki þeir einu sem er góðir kaupmenn, verslunarstjórar stóru keðjanna eru oft á tíðum miklir kaupmenn og prýðismenn sem hugsa vel um sína viðskiptavini sína þó svo að þeir eigi ekki verslunina sjálfir. Og eigendurnir eru ekkert síðri. Og þá kemur að bílaborginni Reykjavík. Ég túlka það á skrifum þínum að það sé Kringlunni og Smáralind að kenna eða einkaframtakinu. Það er að sjálfsögðu rétt að miðborgarbragurinn hefur breyst á undanförnum árum en ég hafna því algjörlega að það sé stóru verslunarmiðstöðvunum að kenna. Það var sagt að þegar Kringlan opnaði þá myndi verslun á Laugaveginum leggjast niður. Verslun á Laugavegi þreifst vel þangað til að Smáralindin opnaði en þá var fyllyrt að verslun á Laugavegi myndi leggjast niður. Hún lagðist þó ekki niður en hefur átt undir högg að sækja. En er það eigendum verslunarmiðstöðvana að kenna? Er það þá ekki frekar borgaryfirvöldum að kenna? Byggðin er náttúrlega fáránlega dreifð og uppbygging hefur verið lítil í miðbænum nema fyrir skrifstofur hins opinbera. Er það rétt að eyða dýrmætum stöðum eins og Héraðsdómshúsinu eða Hafnarhúsinu í skrifstofur fyrir hið opinbera? Ég hef alltaf séð fyrir mér Héraðsdómshúsið sem high end magasín eins og Magasin du Nord, Illum eða Harvey Nicholson. Væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Gera Austurstræti að göngugötu aftur, væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Einkaaðilar gætu unnið þetta í samvinnu og komið með peninga inní batteríð. Vissirðu að það kostar 12 þúsund krónur á dag í leyfisgjöld til að fá að setja upp sölubás á Lækjartorgi og selja lopapeysur eða tálgaða lunda og það er bara leyft um helgar! Margt er hægt að gera fyrir miðborgina okkar en ég held að staða hennar í dag sé ekki stórmörkuðunum að kenna. Vandinn liggur hjá borgaryfirvöldum, þeir verða að gera miðborgina meira aðlaðandi fyrir einkaframtakið. Með bestu kveðju og þökk fyrir prýðisþátt og vefsíðu Sigurður Sigurbjörnsson sps1@hradbraut.is
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar