Sport

Kidd mætir á æfingar

Jason Kidd finnur sig tilknúinn að mæta á æfingar New Jersey Nets liðsins í NBA-deildinni eftir að forráðamenn liðsins hótuðu að sekta hann ef hann myndi missa af fleiri æfingum. Kidd sagði að honum þætti betra að mæta á æfingar og láta gott af sér leiða, frekar en að borga sektir. "Þetta verður bara til þess að dagurinn lengist til muna og ég þarf að láta hlúa að hnénu oftar," sagði Kidd en hann gekkst nýlega undir uppskurð og er í meðferð hjá sjúkraþjálfum Nets-liðsins. Kidd viðurkennir að hann hafi dreymt um að vera skipt til annars liðs. "Ég er hins vegar ekki að hugsa um það núna enda vil ég fyrst og fremst ná mér góðum af meiðslunum," sagði Jason Kidd leikstjórnandi Nets.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×