Sport

Novak vann í Japan

Tékkneski tennisleikarinn Jiri Novak bar sigur úr býtum á opna japanska meistaramótinu. Þetta er sjötti titill Novak á ferlinum en hann sigraði Taylor Dent í úrslitum. "Þetta var skemmtilegt, sérstaklega í ljósi þess að nokkrir af þeim sem ég vann eru gríðarlega góðir tennisleikarar," sagði Novak. Novak varð þó að bíta í það súra epli að meiðast lítillega í úrslitaleiknum sem varð til þess að hann gat ekki beitt sér sem skildi í úrslitum tvíleikskeppninnar og varð lið hans að draga sig úr keppni. "Það voru viss vonbrigði, ég hélt að þetta yrði í lagi en meiðslin voru orðin óbærileg og því ekki um annað að ræða en að draga liðið úr keppninni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×