Sport

Montgomerie ekki sáttur

Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie sagði fyrirliðastöðu Ryderkeppninnar eitthvað sem að menn ættu ekki að geta sótt um. "Eftir því sem ég best veit verður ákveðið í desember hver verður fyrirliði og ég ætla ekki að koma nafninu mínu á framfæri," sagði Montgomerie. "Hins vegar, ef til mín verður leitað, þá mun ég athuga málið." Þrátt fyrir að þrír kylfingar hafi sótt um stöðuna segir Montgomerie að svona ætti ekki að standa að málum. "Það ætti að vera í höndum undirbúningsnefndar liðsins að velja fulltrúa í starfið, þetta er ekki staða sem menn eiga að geta sótt um." Nick Faldo, Ian Woosnam og Sandy Lyle hafa allir sóst eftir stöðu fyrirliða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×