Sport

Haukar mæta Kiel í kvöld

Haukar mæta þýska liðinu Kiel í meistaradeild Evrópu í handbolta að Ásvöllum klukkan 20 í kvöld. Kiel er eitt besta handboltalið heims og því ástæða til þess að hvetja handboltaáhugamenn til að fjölmenna á leikinn. Kiel hefur tíu sinnum orðið Þýskalandsmeistari, þar af sjö sinnum á síðustu tíu árum. Kiel er núna í þriðja sæti þýsku deildarinnar á eftir Hamborg og Magdeburg. Leikur Hauka og Kielar verður sýndur beint á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×