Sport

Hjörtur bætti sig

Heimsmetið í 4x100 metra skriðsundi kvenna í 25 metra laug féll á heimsmeistaramótinu í sprettsundi í Indianapolis í gærkvöldi. Ástralar bættu met Svía þegar áströlsku stúlkurnar syntu á 3 mínútum 54,95 sekúndum. Hjörtur Már Reynisson varð í 22. sæti í 50 metra flugsundi í gær. Hjörtur bætti árangur sinn um sautján hundraðshluta úr sekúndu, synti á 24,54 sekúndum. Íslandsmetið er 54,09 sekúndur en það setti Örn Arnarsson í mars í fyrra. Ragnheiður Ragnarsdóttir var nokkuð frá sínu besta í 100 metra bringusundi og varð í 24. sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×