Sport

Ólympíuskákhátíð heldur áfram

Ólympíuhátíð Skáksambands Íslands verður fram haldið í dag með Blindskákmóti í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, og hefst það klukkan tvö. Ólympíusveit Íslands í skák mun tefla blindandi við sveit alþingismanna, borgarfulltrúa og annarra gesta, og þegar keppninni er lokið gefst gestum færi á að tefla eina blindskák við landsliðsmenn. Helgi Áss Grétarsson stórmeistari mun auk þess tefla blindskákfjöltefli við unga skákmeistara. Á morgun, sunnudag, verður efnt til kvennaskákmóts í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst það klukkan eitt. Skákmótið er sérstaklega ætlað konum og stúlkum sem rétt kunna mannganginn og hafa aldrei teflt opinberlega áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×