Sport

Íslendingar mæta Möltu í dag

Íslendingar mæta Möltumönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á Möltu í dag. Leikurinn hefst klukkan 16.15 og hann verður sýndur beint á Sýn. Tvær breytingar eru á liðinu frá því gegn Ungverjalandi í síðasta mánuði. Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Einarsson koma inn í liðið í stað Arnars Grétarssonar og Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem er í leikbanni. Sem fyrr segir verður leikurinn sýndur beint á Sýn eins og leikur Englendinga og Walesverja sem mætast í undankeppni heimsmeistaramótsins á Old Trafford klukkan 14 í dag. Alls verða 23 leikir í Evrópuriðli undankeppni heimsmeistaramótsins háðir í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×