Sport

EM 2008 í uppnámi

Lennart Johannsson, forseti knattspyrnusambands Evrópu, hefur tilkynnt knattspyrnusamböndum Sviss og Austurríkis að svo geti farið að úrslitakeppni Evrópumótsins eftir fjögur ár verði ekki haldin í þessum löndum. Stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, samþykkti í desember 2002 að úrslitakeppnin 2008 yrði í Sviss og Austurríki. Fyrirhugað var að byggja nýjan leikvang í Zürich en vegna pólitískra deilna í Sviss þykir ljóst að leikvangurinn verður ekki tilbúinn í tæka tíð. Þá hefur enn ekki verið gengið frá samningum um notkun þeirra fótboltavalla sem verða notaðir í úrslitakeppninni. Lennart Johannsson hefur gefið knattspyrnusamböndum Sviss og Austurríkis frest til 30. nóvember til þess að ganga frá sínum málum. Fyrirhugað var að úrslitakeppnin yrði spiluð á átta völlum, fjórum í hvoru landi. Fjölmörg knattspyrnusambönd sóttust um að halda keppnina 2008. Norðurlöndin sóttu sameiginlega um að halda keppnina, eins og Grikkir og Tyrkir og Skotar og Írar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×