Sport

Haukar burstuðu Val

Haukar og Valur mættust í kvöld á Íslandsmóti kvenna í handknattleik á Ásvöllum. Fyrirfram var búist við hörkuleik en Valsstelpur léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðastliðið vor en biðu lægri hlut gegn ÍBV í hörkuleikjum. Haukastelpur hafa styrkt sig mikið fyrir nýhafið mót og liðið lítur ansi vel út. Leikurinn varð hins vegar aldrei spennandi - til þess voru Haukastelpur alltof sterkar. Þær mættu tilbúnar í slaginn og hreinlega rúlluðu Valsstelpum upp og sigruðu með 10 marka mun, 27-17, en staðan í hálfleik var 15-7.  Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór á kostum í Haukaliðinu og skoraði 11 mörk og Ramunite Pekarskyté var með 6. Hjá heillum horfnum Valsstelpum voru þær Arna Grímsdóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir atkvæðamestar, skoruðu báðar 4 mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×