Sport

Stenson vann í Woburn

Sænski kylfingur Henrik Stenson tryggði sér í dag sigur á Evrópumóti atvinnumanna sem fram fór á Heritage-vellinum í Woburn á Englandi. Stenson, sem þarna vann sinn annan sigur á breskri grundu, átti frábæran endasprett er hann fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum og lauk keppni á 19 höggum undir pari. Spánverjinn Carlos Rodiles varð annar 15 höggum undir pari og Svíinn Patrick Sjöland þriðji á 13 höggum undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×