Sport

Keflavík Norðurlandameistari

Keflvíkingar urðu í dag Norðurlandameistarar félagsliða í körfubolta er þeir báru sigurorð af finnsku meisturum í Kouvot en mótið fór fram í Bærum í Noregi. Keflvíkingar sigruðu Finnana með 109 stigum gegn 89 og var Anthony Glover stigahæstur í liði Suðurnesjamanna með 32 stig. Glover var einnig valinn besti leikmaður mótsins. Stig Keflvíkinga í leiknum skoruðu: Anthony Glover 32, Jimmy Miggins 22, Jón Norðdal Hafsteinsson 15, Gunnar Einarsson 14, Magnús Þór Gunnarsson 11, Arnar Freyr Jónsson 9,  Sævar Sævarsson 4, Halldsór Halldórsson 2.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×