Sport

Chelsea marði Boro

Leikmenn Chelsea bundu enda á jafnteflishrinu sína þegar þeir unnu Middlesbrough á útivelli í dag. Didier Drogba skorað eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok með skoti utarlega í teignum eftir að Frank Lampard hafði rennt boltanum til hans. Þeir bláklæddu höfðu sótt nær linnulaust allan síðari hálfleikinn. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en náði sér ekki á strik og var skipt út af á 65. mínútu fyrir Mateja Kezman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×