Sport

Jeffries fúlasta alvara

Mike Jeffries, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, segir að honum sé fúlasta alvara að kaupa meirihluta í enska stórliðinu Liverpool. Eins og íþróttadeildin greindi frá í gær þá hafa Mike Jeffries og Stuart Ford áhuga á að fjárfesta í félaginu. Jeffries segir að þeir félagar hafi rætt við Rick Parry, stjórnarformann Liverpool. „Við erum leiðir á meðalmennsku fimmtán síðustu ára og viljum koma félaginu á toppinn,“ sagði Jeffries í viðtali við Daily Mirror í gær. Á myndinni eru Rafael Benitez, þjálfari Liverpool, og Djibril Cisse, framherji liðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×