Sport

Keflvíkingar verða með

Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur í körfubolta eru á leið til Noregs þar sem í fyrsta skiptið verður haldið Norðurlandamót félagsliða, en slíkt hefur lengi verið á dagskránni hjá körfuknattleiksforystunni á Norðurlöndum. Mótið kallast Nordic Challenge eða Nordisk Klubb Mesterskap og verður leikið í Osló. Keflavík var boðið á mótið fyrir hönd Íslands og að sama skapi mæta til leiks meistarar Noregs, Bærum Verk Jets (heimamenn) og meistarar Finlands, Kouvot. Norrköping Dolphins leikur fyrir hönd Svíþjóðar, en liðið varð í öðru sæti sænsku deildarinnar í fyrra. Dönsku meistararnir, Bakken Bears (mótherjar Keflvíkinga í Evrópukeppninni í haust) boðuðu forföll sökum þess að þeir halda eigið mót um helgina. Fyrsti leikur Keflvíkinga er gegn heimamönnum í Noregi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×